6.6.2009 | 15:44
Og Bretar ekki látnir bera ábyrgð
Vissulega voru þarna háar upphæðir undir hjá bresku almenningi. Hins vegar er alveg ljóst að aðgerðir Breta í okkar garð og annarra "bandamanna" okkar í kjölfarið á þessum afdrifaríku október dögum, hafa kostað okkur mikið. Samkvæmt þessum samningi þá virðist sem við ætlum að borga allt og meira til í formi vaxta í sjö ár án þess að Bretar séu látnir koma til móts við okkur vegna þess tjóns sem aðgerðir þeirra sannanlega orsökuðu.
Þessi ríkistjórn hefur hagað sér ótrúlega og þessi ofsi hennar til að koma okkur í þrælakistu "bandamanna" okkar mun verða þess valdandi að hér mun fjöldi fólks líða fyrir næstu áratugina.
Nú tel ég kominn tími á að þetta fólk sem kosið var hætti að hugsa í skammtíma sérhagsmunum og fari að vinna að því að leysa málin sem þarf að leysa.
Bretar fagna Icesave-samningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.