29.5.2009 | 17:57
Fjármögnun bankakerfisins
Alveg yndisleg þessi ríkisstjórn. Það á að hækka skatta og lækka laun, þannig að ríkisjóður fær í sinn vasa næsta það sama og áður. Eina breytingin er að fólk hefur minna á milli handanna.
Svo eru það þessar hækkanir á gjöldum. Nú þegar enginn kaupir nýja bíla, þá þýðir það ekki heldur neinn pening í ríkiskassan. Svo er fólk farið að spara við sig aksturinn þannig að minni akstur þýðir minni tekjur til ríkissjóðs og áfengið, jæja fólk fer bara að brugga aftur. Ríkissjóður er að fá næsta ekkert út úr þessu.
Það sem hins vegar gerist er að vísitalan hækkar og verðbæturnar á lánin fara upp aftur. Með vísan til þess að ríkið fær lítið sem ekkert út úr þessu, en verðbæturnar hækka, þá spyr maður sig hvort ráðamenn séu svona arfa heimskir eða hvort það liggji eitthvað annað þarna að baki.
Ég sé ekki betur en að verið sé að nota hækkanirnar til þess að fjármagna bankakerfið. Það hagnast enginn á þessum breytingum nema bankarnir sem fá hærri verðbætur til sín, því ekki er þetta kostnaðarauki fyrir þá. Sem sagt þetta er ekki gert vegna heimsku stjórnvalda, heldur er þetta meðvituð leið til að fjármagna bankana á kostnað almennings.
Þessi ríkistjórn er að gera allt vitlaust, eins og sú síðasta. Það hrikalega við þetta allt er að lausnin á vanda okkar er í raun mjög einföld. Það er hins vegar í andstætt hagsmunum ákveðinna þrýstihópa og því ekki framkvæmt. Áhættufjárfestingar eru ekki lengur áhættufjárfestingar, nema þegar kemur að þeim sem stunda ekki fjárfestingar. Þeir gjalda áhættunnar sem stóðu hjá á meðan allt er gert til að bjarga þeim sem tóku þessa meintu áhættu.
Ráðamenn verða að átta sig á því að lífið í landinu byggir á þeim einstaklingum sem þar búa, ekki þeim fjármálafyrirtækjum sem eru til staðar.
Lýsa furðu á skattahækkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"Þessi ríkistjórn er að gera allt vitlaust, eins og sú síðasta. "
Spurningin er: Er það tilviljun?
Georg O. Well (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 19:37
Nei.
Jón Lárusson, 29.5.2009 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.