Af gengi og erlendum áhættufjárfestum

Nú er gengið að lagast, í gær versnaði það. Það fer svona upp og niður í þessum gjaldeyrishöftum, en það undarlega við þetta allt saman eru áhyggjur ríkistjórnarinnar.

Ekki er mikið verið að hafa áhyggjur af því hvernig þetta liggur á almenningi, en áhyggjurnar eru verulegar gagnvart þeim erlendu áhættufjárfestum sem fjárfestu í íslenskum krónubréfum eða skuldabréfum. Það er allt gert til þess að þeir komi sem best frá þessu.

Þetta eru áhættufjárfestar sem stunduð áhættufjárfestingar og verða bara að bera þá áhættu. Þeir selja bréfin sín eða innleysa og fá krónur fyrir það. Annað er ekki okkar vandamál. Ef þeir telja gengið ekki nógu gott, þá bara sleppa þeir að skipta þessum krónum sínum og ef þeir vilja euro eða dollara, þá bara sorrý það eru gjaldeyrishöft í gangi hérna. Ef þeir eru eitthvað ósáttir, þá á bara að benda þeim vinsamlegast á að þetta var áhættufjárfesting og ef þeir eru ekki tilbúnir til þess þá bara eiga þeir að gera eitthvað annað við peninginn sinn.

Við skulum hætta að hafa áhyggjur af þessum mönnum og hvernig við getum bætt þeim þennan "skaða" og fara í staðinn að skoða hvernig við getum hjálpað Íslendingum sem standa illa vegna gengisskráningarinnar.

Svo er kannski ekki slæmt að hafa lágt skrifað gengi, þar sem við fáum meira fyrir útflutninginn okkar.


mbl.is Gengi krónunnar styrktist um 1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband