Er það nokkur furða?

Við höfum verið alin upp við það að bankar séu eitthvað sérstakt fyrirbæri, þegar í raun þeir eru ekkert annað en fyrirtæki sem veita fjármálaþjónustu í þeim tilgangi að hagnast á henni. Þeir eru í raun ekkert heilagari en hvert annað fyrirtæki og ætti ekki að vera litið á það neitt öðruvísi.

Ég hringdi í fyrir stuttu í bankann minn og eftir að ég var búinn að fara í gegnum innganginn á símsvaranum, þá var mér tilkynnt, vélrænt að sjálfsögðu, að allar línur væru uppteknar, en ég yrði settur í samband við ráðgjafa strax og þeir losnuðu. Ráðgjafi er nokkuð sem maður heyrir notað í tengslum við banka og tryggingafélög, en tryggingafélag er reyndar líka svona "spes" fyrirtæki. Þetta hugtak í tengslum við starfsmenn banka, er náttúrulega bara eitt þessara atriða sem notuð eru til að villa okkur sýn. Starfsmenn banka eru ekki ráðgjafar, þeir eru einfaldlega sölumenn. Í Bónus eða Krónunni er ekki talað um afgreiðsluráðgjafa, heldur starfsmann á kassa.

Ráðgjafi er einstaklingur sem upplýsir viðskiptavininn um það sem sé honum fyrir bestu, óháð hagsmunum vinnuveitanda ráðgjafans. "Ráðgjafar" í bönkum eru hins vegar bara sölumenn sem eru að reyna að fá viðskiptavinina til að kaupa einhverja af þjónustum bankans. Ég efast stórlega um að einhver hafi fengið þau ráð í Íslandsbanka að best væri að leggja peningana inn á bók í Kaupþing. Bankar eru ekki með ráðgjafa, þeir eru með sölumenn, svo einfallt er það.

Nú þegar almenningur hefur verið upplýstur um það hvernig kompaní þessir bankar raunverulega eru, þá er ekki furða að það skuli vera borið lítið traust til þeirra. Nú er kominn tími til að taka allt kerfið hjá okkur til gagngerar endurskoðunar. Við erum lítið samfélag sem erum fljót að taka nýjar hugmyndir og framkvæma þær. Verum fyrst til að koma með bankakerfi sem þjónar okkur í staðin fyrir að ríghalda í kerfi sem við þjónum.


mbl.is Fáir treysta fjármálakerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Lárusson

Ráðgjafi sem vinnur hjá félagi sem aðeins veitir ráðgjöf og er ekki með neina vöru, er það næsta sem kemst því að vera hlutlaus ráðgjafi. En auðvitað er alltaf spurning hverjir eru duglegir að "kynna" vörur sínar og þjónustur fyrir þessum ráðgjöfum. Svona svipað og "kynningar" lyfjafyrirtækja til lækna.

Svo er líka þetta með bankana, þeir lána ekki fjármagn sem er þarna til geymslu á innlánsreikningum, heldur búa þeir til peningana sem voru lánaðir. Þannig að það er flottur bísnes að lána eitthvað sem ekki er til og fá vexti fyrir það.

Jón Lárusson, 27.5.2009 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband