26.5.2009 | 11:38
Vantraust á bresk og þýsk stjórnvöld
Það er nokkuð athyglisvert að sjá í þessari frétt að skuldabréfaútboð Breta og Þjóðverja hafi ekki skilað sér. Þegar ríki gefa út skuldabréf og kaupendur finnast ekki, þá þýðir það einfaldlega að það er ekki borið traust til þeirra þjóðfélaga/ríkistjórna sem að þeim standa.
Það kemur mér svo sem ekki á óvart að bresk skuldabréf seljist illa, en að þýsk bréf seljist ekki, er nokkuð athyglisvert þar sem Þýskaland hefur verið talið sterka landið í ESB. Ef ekki er borið meira traust til Þýskalands en þetta, þá veltirmaður fyrir sér stöðunni í hinum löndunum. Þetta styrkir í raun þá tilfinningu mína að ESB ríkin standi á brauðfótum og hugsanlega megi búast við miklum tíðindum næstu vikur og mánuði.
Ég er reyndar á því að Bandaríkin standi á tímamótum hvað varðar stöðu samdráttarins hjá þeim. SP500 vísitalan er í þannig stöðu að hún verður annað hvort að hækka sig núna og þá fylgi því botninn á samdrættinum, eða þá að hún lækki og því muni fylgja mun meiri samdráttur og ástand í Bandaríkjunum sem ekki hefur þekkst lengi, ef þá nokkurn tíma. Falli Bandaríkin neðar, þá fylgir Bretland á eftir þeim og aðrar ESB þjóðir líklega í kjölfarið.
Framundan eru spennandi tímar. Kannski þurfum við ekki að nálgast hina, þeir bara koma til okkar.
Þurfa 2.000 milljarða dala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.