Erum við ábyrg fyrir samdrætti í öðrum löndum?

Ég verð nú að viðurkenna að ég er ekki að skilja þetta. Afhverju er Jim McColl í vandræðum út af hugsanlegu gjaldþroti Atorku. Ef Atorka fer á hausinn þá færist hlutur félagsins í þessum tveimur félögum í þrotabúið. Það ætti þá að vera auðvelt fyrir hann Jim að kaupa þetta á einhverjum niðurgreiddum prís.

Það eina sem gæti haft áhrif á félögin við gjaldþrotið, er ef Atorka er ekki búin að greiða hlutaféð. Það kemur hins vegar hvergi fram í fréttinni að svo sé, það verður að koma betri skýring á vanda þessara fyrirtækja. Hins vegar kemur fram að þessi fyrirtæki hafi "orðið fyrir barðinu á íslenska hruninu líkt og mörg önnur félög á Bretlandi". Án nú að kenna okkur um allan samdráttinn í Bretlandi?

Þetta hljómar eins og beint úr munni hr. Brán, allt Íslendingum að kenna. Það er fjöldinn allur af félögum í Bretlandi sem eru í eigu Íslendinga, að hluta til eða í heild. Það hefur hins vegar ekkert með samdráttin í Bretlandi að gera. Þessi samdráttur er tilkominn vegna misvitra bankamanna, eins og á Íslandi og hefur því ekkert með okkur að gera.

Ég velti því fyrir mér hvað þessir útlendingar eru að hugsa. Halda þeir virkilega að við höfum getað ýtt alþjóðasamfélaginu út í eitt alsherjar samdráttarskeið bara svona ein og sér. Ef svo er, þá velti ég því fyrir mér hvers megnum við erum ef við gerum hlutina meðvitað, fyrst okkur tókst þetta ómeðvitað. Engin furða að hinn upplýsti heimur vilji koma böndum á okkur.


mbl.is Íslenska hrunið hefur áhrif í Skotlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Kæri besti Jón, þú gerir þér greinilega ekki grein fyrir því að með því að þú keyptir þér hús á Selfossi settir þú allt á annan endann í Bretlandi.  Hr. Brúnn gerir sér fulla grein fyrir því að íslendingar með því að dirfast að kaupa sér þak yfir höfuðið þá hafi öll Evrópa orðið undir og nú vilja þau skötuhjú Jóhanna og Steingrímur refsa landslýðnum fyrir og láta hann borga fyrir sukk Breskra þingmanna líka, eða er það ekki ? 

Tómas Ibsen Halldórsson, 23.5.2009 kl. 23:54

2 Smámynd: Jón Lárusson

Þeir segja að þegar fiðrildi blaki vængjunum í skógum Amason, þá verði það til þess að fellibylur myndast í Karabíska hafinu. Ekki vissi ég að það sama gilti um húskaup á Íslandi, maður kaupir hús á Selfossi og London brennur.

Annars er þetta bara einn stór sirkus í dag. Það er erfitt ástand allstaðar og enginn er að gera neitt af viti. Evrópa og Bandaríkin eru á mörkunum að taka aðra og mun dýpri dýfu og það eina sem er að gert er að benda út fyrir landsteinana og segja "ekki mér að kenna". Íslendingar eru þeir einu sem ekki benda mikið út fyrir landsteinana, kannski vegna þess að Evrópa er svo mikið að benda hingað. Vandinn er bara sá að ráðamenn benda ekki neitt, þeir bara gera ekki neitt.

Það er reyndar sagt að 70% allra vandamála leysist af sjálfu sér. Spurning hvort ríkistjórnin sé að stíla inn á 70% árangur, en það er nú ekki svo slæmur árangur í sjálfu sér.

Jón Lárusson, 24.5.2009 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband