15.5.2009 | 12:44
ESB aðildarumsókn tafði endurreisn en var ónauðsynleg
Íslenskt þjóðlíf er í ákveðinni mótun núna. Kosningarnar síðustu voru nauðsynlegar til að hræra upp í því umhverfi sem var. Niðurstaða þeirra var hins vegar ekki nægjanleg breyting til þess að hún dugi. Eina aflið sem kom nýtt inn hefur fylkt sér í kringum stjórnina sem 100% jáflokkur og það að hið nýja afl skuli sitja með ríkistjórnarflokkunum í nefndarúthlutun segir ýmislegt. Maður veltir því fyrir sér hvort allar breitingarnar muni felast í því að karlarnir á þingi geti mætt með skyrturnar hnepptar niður á miðja bringu eins og einhverjir miðjarðarhafs húlíóar sem bjóða glingur á "special price for you my friend".
Ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með þetta þing, reyndar hafði ég ekki miklar væntingar til þess en vonaðist til þess að einhver vilji væri til þess að taka á málum heimilanna í landinu. Það eina sem ríkistjórnin hefur gert er að sækja um aðild að ESB og þannig sundrað möguleikanum á samstöðu í þjóðfélaginu. Samstöðu sem er nauðsynleg til þess að við náum að komast áfram.
ESB umsókn kemur til með að tefja endurreisnina, það er óumflýjanlegt. Hún er hins vegar ekki nauðsynleg eins og staðan er núna. Núna þurfum við Íslendingar að taka höndum saman og vinna í sameiningu að því að bjarga þeim sem þarf að bjarga og styrkja þá sem þarf að styrkja. Þannig og aðeins þannig munum við ná okkur upp úr þessum öldudal.
Núverandi ríkistjórn hefur komið í veg fyrir möguleikann á samstöðu til verka og fyrir það mun hún ávallt verða þekkt. Stjórnin sem allir bundu vonir við að myndi hefja björgunaraðgerðir, virðist ætla að bregðast.
Verkefnin eru ærin til úrlausnar og við verðum að hefja endurreisnina strax. Sú endurreisn sem er framundan verður að vera unnin af okkur og okkur einum. Allt sem dregur athygli okkar frá því starfi er því ónauðsynlegt með öllu. Við meigum ekki láta villa okkur sýn með sýndarmennsku og sérhagsmunapoti, því ESB umsóknin núna er ekkert annað. Hún kemur ekki til með að hjálpa með eitt né neitt hér innanlands. Það hefur líka marg oft komið fram hjá svona fólki eins og honum Kaarlo Jännäri, að inngangan í ESB verður ekki þannig að við mætum og fáum rauða dregilinn og kóngameðferð. Þetta verður mikil vinna og tímafrek. Eitthvað sem við þurfum ekki í dag.
Íslendingar eiga að krefjast þess að ríkistjórnin hætti öllum óþarfa og hefji strax vinnu við það að hjálpa fólkinu í landinu. Það þarf að einbeita sér að þeim verkum sem koma að gagni og allt þingið getur verið sammála um. Það hefur enn ekki verið gripið til aðgerða til hjálpar heimilunum, það hefur aðeins verið gripið til aðgerða sem hjálpa fjármálastofnunum til að stoppa upp í götin hjá sér á kostnað landsmanna. Allar aðgerðir sem eiga að vera fólkinu til góða hafa engöngu miðað að því að fjármálastofnanirnar fái sitt og gott betur en það.
Eitt af því sem þarf að gera er að leiðrétta þá hækkun höfuðstóls verðtryggðra lána sem kom í kjölfar október krísunnar, þeirrar óeðlilegu hækkunar vísitölu sem ekkert gerði nema hækka höfuðstólinn hjá fólki. Þessi hækkun byggir ekki á neinum grunni sem slíkum, heldur hækkuðu lánin án þess að aukin gjöld komu til hjá lánadrottnum. Þetta eru tölur á tölvukerfum sem ekki hafa raunverulega peninga á bak við sig. Það þarf að taka vísitöluna og frysta hana í sömu stöðu og hún var fyrir krísuna og leiðrétta höfuðstólinn sem því nemur. Það mun létta gífurlega á heimilunum og bjarga mörgum sem nú eru í vandræðum. Þetta mun að vísu minnka hagnað fjármálastofnana, en ég er ekki að sjá að þetta sé útgjaldaaukandi fyrir þær. Ég legg til að ríkistjórnin byrji á þessu.
Við Íslendingar erum þeir einu sem getum hjálpað okkur út úr þessu ástandi. Við höfum kraftinn, getuna og segluna til að koma okkur út úr þessu og við verðum að hefja verkið NÚNA. Við þurfum bara að endurheimta trúnna á að við getum þetta og þá er okkur allir vegir færir.
Þingkosningar töfðu endurreisn en voru nauðsynlegar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.