Ekki fer nú mikið fyrir þessu hjá þeim, opið í báða enda

Lögin sem samþykkja á, eru ekki upp á marga fiska og hægt að túlka hægri og vinstri, sérstaklega þegar kemur að fyrirvörum.

Þó er minnst á fyrirvara í þessu og þeir nefndir:

  • Að tryggja forræði þjóðarinnar yfir vatns- og orkuauðlindum og ráðstöfun þeirra

Samkvæmt Lissabon sáttmálanum, sem við verðum að samþykkja líka í ferlinu, þá er fullt forræði yfir þessum hlutum ekki á hreinu.

  • Að tryggja forræði þjóðarinnar yfir fiskveiðiauðlindinni, sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar og hlutdeild í deilistofnum og eins víðtækt forsvar í hagsmunagæslu í sjávarútvegi í alþjóðasamningum og hægt er.

Við komum til með að þurfa að lúta sameiginlegri fiskveiðistefnu og þó svo hið ótrúlega gerðist og við fengum einhverjar undanþágur, þá er öruggt að alþjóðasamningar og samstarf heyrir undir Brussel en ekki okkur.

  • Að tryggja öflugan íslenskan landbúnað á grundvelli fæðuöryggis og matvælaöryggis

Hæpið að þetta fáist í gegn, en gæti gengið sem eitthvert útkjálkaákvæði. Verður gaman að sjá hvað fengist úr því. 

  • Að tryggja lýðræðislegan rétt til að stýra almannaþjónustu á félagslegum forsendum

Þetta heyri undir grundvallarboðvald Brussel og ekki miklar líkur á að þarna fáist eitthvað sérstakt í gegn.

  • Að standa vörð um réttindi launafólks og vinnurétt.

Annað af þessu fjórfrelsisdæmi og því hæpið að einhver sérstaða fáist fyrir það.

Þá er það semsagt komið á hreint fyrir þá sem vildu ekki sækju um aðildild að bandalaginu, heldur bara fara í aðildarviðræður og sjá til. Við erum semsagt korter frá aðildarumsókn.

Það sem vekur hjá manni sorglega kátínu er þó fullyrðingin:

Ísland sem Evrópuþjóð vill leggja sitt af mörkum við uppbyggingu lýðræðislegrar Evrópu sem grundvallast á félagslegu réttlæti, jafnrétti og virðingu fyrir manngildi og umhverfi. Hlutverk Evrópu er að vera hornsteinn mannréttinda í heiminum og ýta undir stöðuleika, sjálfbær þróun, réttlæti og velmegun um allan heim

Það er nefnilega þannig að lýðræðið er ekki í hávegum haft innan stjórnkerfisins og ef þeir mættu ráða, þá væri það ekkert. En meðan verið er að koma þessu sambandsríki á, þá verða þeir að þola það um sinn að lýðurinn fái einhverju ráðið. Eina vandamál Brussel er þegar samþykkja á nýja sáttmála, en þeir hafa samt fundið leið með Lissabon. Aðrar kosningar vegna ESB eru svo ekki vandamál þar sem fólk almennt er svo áhugalaust um þetta, sökum þess að það áttar sig á valdaleysi sínu.

Þetta eru háleitar hugmyndir, verst að þær eru ekki dýru verði keyptar í Brussel.
 


mbl.is ESB-tillagan birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband