14.5.2009 | 10:39
Nú var tími til að sameina, ekki sundra
Við Íslendingar stöndum á krossgötum. Við búum við efnahagsástand sem hefur komið mjög illa við marga samlanda okkar. Heilu fjölskyldurnar eru að glata öllu sínu og sundrung og fátækt bíður þeirra sem ekki verður veitt aðstoð. Aðrir eru á mörkunum með að bjargast.
Á tímum þegar mestu skiptir að við Íslendingar stöndum saman og vinnum saman að lausn þeirra verkefna sem bíða okkar sem þjóðar, þá skellir ríkistjórnin fram slíkri sprengju að ekki var neitt annað mögulegt en að hún myndi kljúfa þjóðina í herðar niður. Íslensku þjóðina þurfti að sameina til verka, ekki sundra.
Við stöndum frammi fyrir því að koma til bjargar heimilunum og einstaklingunum í þessu landi. Við verðum að sameinast um það eins og flest annað sem gera þarf hér og nú. Aðild að ESB er ekki eitthvað sem þarf að gerast hér og nú þar sem afleiðingar þess munu ekki koma fram fyrr en að mörgum árum liðnum. Hér erum við að sjá verk ríkistjórnar sem kærir sig kollótta um hag einstaklinganna í landinu, heldur leggur í verk sem þjónar þeim eina tilgangi að þóknast einhverri evrópskri sósíal demókratískri Útópíu. Hafi þau svona mikinn áhuga á þessu bákni, þá legg ég til að þau flytji bara þangað og láti okkur hin í friði til þess að vinna þau verk sem þarf að vinna.
Ég geri kröfu til þess að ríkistjórnin hætti þessu rugli og fari að vinna vinnuna sína. Ég krefst þess að það sé gætt hagsmuna einstaklinganna í þessu landi, einstaklinganna sem eru grunnurinn að tilveru þess. Án einstaklinga verður ekkert, hvorki kerfiskarlar eða bankar. Fólkið í landinu á rétt á því að það sé unnið í þeirra málum á sanngjarnan hátt, ekki þannig að þau séu skiptimynt í einhverjum "lausnum" til handa fjármálakerfinu og öðrum fyrirtækjum svo þau geti reddað klúðrinu sínu. Fólkið á rétt á því að tekið sé tillit til þess
Þessi áhersla Samfylkingarinnar á inngöngu í ESB sem lausn okkar mála, sýnir bara þá vantrú sem hún ber til fólksins í landinu. Samfylkingin hefur sýnt að hún telur fólkið í landinu ekki hafa þá gáfu sem þarf til að stjórna sér sjálft.
Nú er kominn tími til þess að fólkið í landinu rísi upp og sýni þessum ráðamönnum að við erum fullfær um að bjarga okkur sjálf. Við Íslendingar þurfum ekki einhverja útlendinga, sem ekki geta sjálfir tekið til í sínum garði, taka til í okkar. Þau verk sem þarf að vinna þurfum við Íslendingar að vinna sjálfir og getum ekki gert kröfum til þess að aðrir vinni fyrir okkur.
Ert þú tilbúinn að horfa framan í aðra eftir að þú hefur skriðið til þeirra í ölmusuvon, þiggjandi af þeim það sem ÞEIR telja að þér beri. Ég er ekki tilbúinn til þess. Ég vil vinna verkið sjálfur.
Ekki hvíli leynd yfir samkomulagi stjórnarflokka um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Algerlega sammála Jón.
Þetta er skelfilegt að Samfylkingin skuli telja það sína helstu köllun í stjórnmálum landsins að sundra nú þjóðinni í fylkingar og slíta þar með sundur friðinn vegna þessarar þráhyggju sinnar um ESB rétttrúnaðinn.
Skoðaðu endilega færslu mína á blogginu mínu um þessi mál: gunnlauguri.blog.is
Kær kveðja og - ÁFRAM ÍSLAND !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 12:26
Góður leiðtogi hefði hópað þjóðinni sama og leitt hana samstíga í gegnum ástandið og til framtíðar. Hvers konar leiðtogi byrjar á því að skapa sundrung?
Jón Lárusson, 15.5.2009 kl. 02:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.