... og svo komu erlendu "sérfræðingarnir"

Það er ótrúlegt hvernig þessir erlendu "sérfræðingar" tala um okkur hérna á Íslandi. Við erum með allt í rugli og þurfum að gera hitt og þetta, sérstaklega gang ESB og taka upp euro. Ég veit ekki betur en það sé allt í rugli út um allan hinn vestræna heim og þá spyr maður sig hvað voru þessir erlendu "sérfræðingar" að gera heima hjá sér. Þeir hafa líklegast verið of uppteknir af því að stúdera Ísland, gerir ég ráð fyrir.

Íslenskir bankamenn höguðu sér eins og vitleysingar og þess vegna erum við í þessum vandræðum. Ríkistjórnin lét þá svo komast upp með þetta þar sem hún hafði ekki hugmynd um hvað var að gerast og vildi í raun ekki vita það þar sem henni hentaði ágætlega þessi uppsveifla. Málið er hins vegar að íslenskir banka- og ráðamenn voru ekkert að stunda neitt frumkvæði þegar að þessu kom, heldur voru þeir að gera nákvæmlega það sama og allir aðrir í hinum vestræna heimi. Þess vegna er búið að þjóðnýta banka í svo til öllum löndum hins vestræna heims og dæla peningum í hina sem klúðruðu minna, en þó helling. Þetta var í gangi allstaðar og að láta það út úr sér að við höfum verið eitthvað öðruvísi en aðrir, er bara flótti frá því sem er að gerast. Okkar menn klúðruðu þessu, en klúðrið var bara út um allan heim.

Ástæðan fyrir því að þetta fór svona miklu verr hjá okkur á undan hinum, má að mestu kenna viðbrögðum Breta og hryðjuverkalögunum. Svo hjálpaði ekki "vinskapur" Evrópuríkjanna "vina" okkar þegar þeir höfðu í hótunum til þess að standa með Bretum. Það er hins vegar mér til huggunar, að ég tel okkur hafa komið verr út en aðrir, ekki vegna þess að við vorum eitthvað verri, við fengum skellinn bara fyrr. Ég hef á tilfinningunni að þegar skellurinn komi í Evrópu og Bandaríkjunum, þá muni staða okkar ekki verða svo slæm í samanburði við hina. Við erum búin að taka skellinn, þeir eiga eftir að fá hann.

Kostur okkar er hins vegar sá að við erum lítið hagkerfi sem á mun auðveldara með að ná sér á strik aftur heldur en hin stærri og þyngri. Til dæmis er Írland og Spánn að súpa seyðið af því að hafa tengt sig stærra hagkerfi ESB landanna og mun það koma í veg fyrir að þau geti brugðist við á snöggan og lipran hátt. Þegar hratt þarf að vinna, þá er betra að vera minni og sneggri, heldur enn stærri og þyngri.

Nú er málið fyrir okkur Íslendinga að taka höndum saman og fara að vinna að því að leysa þau verkefni sem bíða okkar. Þegar því er lokið getum við dundað okkur við eitthvað annað, svo sem umsókn að ESB.

Verkin sem þarf að vinna verðum við að vinna sjálf. Við höfum kraftinn, getuna og segluna til þess að vinna þessi verk. Við verðum bara að endurvekja trúnna á að við getum það. Það er engin skömm að því að hafa gert mistök. Það er hins vegar skömm að því að gangast ekki við þeim, laga þau og læra af þeim. Við Íslendingar eigum núna að hefjast handa við að vinna verkið, standa saman og styðja hvort annað í þeirri vinnu sem framundan er. Sum okkar eru að koma mjög illa út úr þessu ástandi og við sem samfélag verðum að standa saman og hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi. Við eigum einnig að vinna að lausnum sem koma í veg fyrir að aðrir lendi verr í því en komið er. Þetta er eitthvað sem við verðum að gera sjálf og enginn getur gert fyrir okkur.

Tími 70% reglunnar er liðinn á Íslandi, rísum upp og vinnum okkur út úr þessu ástandi. Við erum fullfær um að gera það, við verðum bara að trúa því.


mbl.is Hefðu hrunið fyrr eða síðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Það er eitt að brjótast i mer ríkisstjornir hafa dælt peningum i kerfið fólkið hlýtur að þurfa að borga það til baka verður þá ekki alt vitlaust það getur ekki verið að það þyði annað en aukna skattheimtu ?

Jón Aðalsteinn Jónsson, 14.5.2009 kl. 21:09

2 Smámynd: Jón Lárusson

Vinstir menn hafa reyndar sjaldan haft neitt á móti skattheimtu. Reyndar finnst mér á stundum að þeir sem nú halda um peningamálin séu þeirra skoðunar að skattprósentan eigi að vera 100% og svo sjá þeir um að deila "réttlátlega" til þeirra sem eiga að fá. Allt kostar pening, þannig að þeir þurfa annað hvort að skera niður eða auka skatta, nema þeir geri hvoru tveggja.

Það slær hins vegar skökku við, nú þegar almenningur hefur mun minna á milli handanna og þörf er á auknu fjármagni til handa almenningi, að þeir fari að hirða meira af almenningi í formi skatta.

Jón Lárusson, 15.5.2009 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband