13.5.2009 | 19:09
Tækifæri til aukinnar erlendrar fjárfestingar
Ég tel að það væri vænlegra að eyða næstu vikum og mánuðum í því að klára útboðsgögn fyrir leit á Drekasvæðinu með nýtingu í huga, frekar en að standa í þessu ESB umsóknarferli. Umsókn um aðild að ESB kemur til með að kosta okkur helling þrátt fyrir að hún gengi eftir umsóknin.
Olíuleit sem gengi eftir og vinnsla í kjölfarið mun hins vegar veita okkur tekjur sem gætu gert það að verkum að við yrðum mjög fjárhagslega sterkt þjóðfélag. Við erum ekki nema rétt rúmlega 300.000 hræður og því þarf ekki miklar tekjur á mann til að auka verulega lífsgæðin hér. Hugsið ykkur fría læknisþjónustu til dæmis og það án skattahækkana. Haldlagning ESB á birgðum til að gæta að orkubirgðum sambandsins væri okkur ekki í hag.
Bara það að hefja leit mun auka umsvif á norðurlandi, þaðan sem leitinni yrði að öllum líkindum stjórnað og með því að veita útlendingum leyfi til leitar, þá mun koma aukið innstreymi af erlendu fjármagni mjög fljótt. Það er skortur á olíu og olíufélög tilbúinn að hefja leit mjög fljótt og borga vel fyrir. Nýtum okkur það.
Olíubirgðir minnkuðu umtalsvert | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.