9.5.2009 | 09:56
Viðbragðsteymi
Það þykir eðlilegt að hér á landi starfi björgunarsveitir sem séu tilbúnar að bregðast við hamförum. Að ekki skuli vera til almannatengslateymi sem bregðist við svona óhróðri sem notaður er til að draga athyglina frá eigin getuleysi erlendra stjórnvalda, þýðir bara að við erum ekki að átta okkur á alvarleikanum.
Yfirlýsingar breskra stjórnvalda hafa valdið okkur miklum skaða, enda hefur ekkert verið unnið að því að leiðrétta það sem sagt hefur verið um okkur. Þetta svo smá síast inn í samfélagið og á endanum er þetta orðið að sannleika. Hið neikvæða álit í okkar garð er að nær öllu leiti tilkomið vegna fullyrðinga sem við höfum ekki haft fyrir því að leiðrétta.
Ríkistjórn Íslands á að leggja mun meiri áherslu á að koma leiðréttingunum á framfæri. Það á að koma þessum upplýsingum til erlendra fréttastöðva, ekki bara bíða eftir því að þær hafi samband. Sá brúni er ekki það vinsælasta sem þekkst hefur í breskri stjórnmálasögu og fullt af fjölmiðlum sem bíða eftir upplýsingum sem nýst geta til að troða upp í hann bullinu sem vellur úr honum. Nýtum okkum það.
Íslendingar þurfa öfluga talsmenn erlendis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.