9.5.2009 | 09:42
Svosum allt í áttina
Það er gott að sjá Össur ánægðan með dagsverkið. En ég er samt að velta því fyrir mér hvort nóg sé. Hvert sendi forsætisráðuneytið tilkynninguna? Fór hún bara í emailið hans Össurar, eða er þetta tilkynning sem send er út í fjölmiðla? Þessi tilkynning þarf að berast út í heild sinni og hún þarf að berast til bresku þjóðarinnar. Hún þarf að vita af lygunum og þá kannski breytist viðhorfið gagnvart okkur.
Konan mín var spurð að því fyrir nokkru, hvað væri eiginlega að gerast á Íslandi. Frönsk kona sem hún þekkir hafði verið að ræða við Englendinga sem hún þekkir og höfðu þeir sagt henni að efnahagsástandið í Bretlandi væri allt tilkomið vegna Íslendinga og andstöðu þeirra við að standa skil á sínu. Breska ríkistjórnin notar okkur markvist til að afsaka aumingjaskapinn hjá sér og við verðum að taka hart á þessu. Ég held að við almennt og ríkistjórnin gerum okkur ekki grein fyrir því hversu alvarlegt þetta er.
Það er ótrúlegt að þessu sé haldið svona fram og að sjálfsögðu ekki nokkur fótur fyrir því. Það að breskir þegnar skuli trúa þessu er svo aftur enn óskiljanlegra. Að við gætum komið heiminum í þessa kreppu með því að haga okkur óábyrgt. Ég velti því þá fyrir mér hvers við erum megn um að gera ef við gerum hlutina meðvitað. Það er augljóst að við getum unnið heimin.
Í grundvöllin þá tel ég málið standa þannig að við verðum að horfa til okkar sjálfra og átta okkur á því hvernig einstaklingar við viljum vera. Hvernig þjóðfélag við viljum byggja og hvaða framtíð við viljum börnunum okkar. Þessar ákvarðanir eigum við að taka á okkar forsendum, ekki annarra. Við þurfum að ákveða hvernig við viljum vera, ekki hvers lensk. Þjóðirnar í kringum okkur hafa sýnt sitt rétta andlit og það er andlit sem ég tel mig ekki eiga neina samleið með. Við getum orðið allt það sem við viljum, en við verðum bara að vita hvað við viljum. Við þurfum ekki að taka upp þrælslundina til að sætta einhverja útlendinga. Við þurfum bara að vera sátt við okkur sjálf.
Ánægður með svör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.