8.5.2009 | 08:31
Bara svona til áréttingar
Það er fyrst og fremst skylda íslenskra stjórnvalda að borga og þess vegna erum við í samningaviðræðum við IMF og fleiri stofnanir um það hve hratt Íslendingar geti endurgreitt tapið, sagði ráðherrann.
Eins og maðurinn sagði, hver þarf óvini þegar maður á svona vini. Þetta er sérstaklega áhugavert þar sem um er að ræða breskan banka í íslenskri eign sem heyrði undir breska fjármálaeftirlitið. Annars var ég búinn að skrifa um þetta hér áður en fréttinn birtist á MBL.
Bretar að semja við IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er góður pistill sem þú hefur skrifað og skiljanlegur öllum miðað við þá vitneskju sem við höfum í dag. Okkur finnst órættlætanlega að okkur vegið nú þegar við liggjum niðri. Við finnum fyrir meintu ofríki þjóða í kringum okkur og meintu afskiptaleysi vina okkar á Norðurlöndum. Ég tek fullshugar undir orðin "Við gefumst ei upp..." og við eigum ekki að sætta okkur við kúgun. En.. ef við nú setjum hlutina í stærra samhengi. Ef við nú reynum að líta utanfrá í átt að eigin bæjardyrum, svo ég láni nú frá blogsíðu yfirskrift þinni. Lítum á málin frá fleiri og breiðari sjónarhornum.
Í lok síðustu aldar verða umskipti í heiminum. Austurblokkin hrynur. Í stjórnleysisrústum hennar þrífst spilling, átök og glæpir. Hópar, landsvæði og fyrrum háttsettir aðilar berjast hart og miskunarlaust með lögum frumskógarins um völdin yfir óhuggulegri stórri gullkystu heillrar heimsálfu. Frá sjónarhorni vestursins kom þetta ekki sem eitthvað óvænt og óviðbúið. Þvert á móti voru vestur evrópskar þjóðir með sögulega reynslu í farteskinu viðbúnar nákvæmlegra þessarar afleiðingar upplausnar.
Það tekst að halda upplausninni staðbundnri samtímis sem áhrifum er beitt til að hjálpa til við að koma á stöðugleika innan blokkarinnar. Eftir sem meiri stjórn kemst á, byrjar að þrengjast um hjá glæpasamtökum sem hafa auðgast stjórnlaust í fleirri ár. Glæpaklíkur gera nú allt í að koma fjármunum sínum út úr blokkinni. Fyrirheitnu löndin eru Bandaríkin og Bretland. En og aftur eru menn tiltölulega viðbúnir og allt er gert til að stöðva flæði þessa glæpafjármagns út í hinn vestræna heim þar sem það gæti valdið óhuggulegum skaða og jafnvel lagt heilu efnahagskerfin í rúst.
Í kringum aldamót framkoma ótölulegar margar greinar í evrópskum blöðum um uppfinningasemi glæpaklíkanna til að koma fjármunum út. Það sem virðist ganga best er að lokka vestræn fyrirtæki til blokkarinnar. Glæpaklíkurnar nota svo þessi fyrirtæki til að flytja fjármagn til Bandaríkjanna og Bretlands. Reynt er að loka fyrir þetta gat. En glæpaklíkurnar eru sniðugar og nýta smáar ófullburða þjóðir með vestræn sambönd sem brú til fyrirheitnu markmiðanna, USA og UK.
Hér kemur Ísland til sögunnar. Landið er í breytingafasa. Það er að losna undan járnhæl stærsta herveldis sögunnar. Samband Norðurlanda er á sama tíma meira eða minna að liðast í sundur þar sem hin norðurlöndin eru upptekin af öðrum samböndum og eigin afkomu í nýjum heimi. Gleymdist litla landið í norðri? Á sama tíma er ný kynslóð að taka við stjórnartaumunum hér heima. Kynslóð sem lítur niður á aldagömul gildi og sögu smáþjóðarinnar. Kynslóð sem eins og börn sem eru skyndilega eru skilin eftir alein heima og ráða ekki við sig af stjórnlausri einstaklingshyggju og siðblindu. Kynslóð sem er alin upp við annarsflokks amerískt sjónvarp og brenglaða heimsmynd og fáhyggju afskorins og verndaðs smáeyjasamfélags. Algjörlega óvitandi um raunverulega stöðu mála í heiminum. Þökk sé m.a. toppstýrðu fjölmiðlaumhverfi höfum við sem sagt ekki bara verið tiltölulega létt fórnarlamb heldur ákjósanleg verkfæri í höndum þessara voldugu glæpaklíka í gömlu austurblokkinni.
Gjörspilltur íslenskur viðskiptamaður er nokkrum árum áður gerður útlægur úr íslensku viðskiptaumhverfi. Hann hefur greinilega haft sambönd gegnum fyrirtækið sem hann starfaði í til austurblokkarinnar. Hvernig sem það nú hefur atvikast endar hann sem leppur fyrir fyrirtæki þar úti. Án vafa með aðstoð kunnugra g vafasamra manna. Umhverfið sem fyrirtækið starfar í er vaðandi í glæpaklíkum. Klíkurnar hafa flestar sín eigin fyrirtæki undir nöfnum erlendra eigenda og berjast hatramlega um markaðinn. Líkamsárásir og morð eru ekki óþekkt fyrirbæri. Duglegt fjölmiðlafólk færir fréttir af þessum átökum til allmennings á vesturlöndum. Ekkert af þessum fréttum nær þó til litla landsins í norðri! Vatnaskil verða þegar Galina Starovojtova háttsett meðlimur af Dumaen er við að fletta ofan af allri spillingunni í kringum þessi fyrirtæki en er tekin af lífi á síðustu stundu með skoti í hnakkann af glæpaklíkunum. Fleiri morð eru framin aðalega í yfirstjórn aðalkeppinautanna. Fyrirtæki íslenska leppsins nær nú nánast yfirtökum á markaðnum. Tiltækið heppnast og leppurinn fær nú sitt aðalhlutverk. Nefnilega að flytja með óhemju fjármagn til litlu eyjunnar í norðri. Þar veitir hann peningum til hægri og vinstri og skyndilega myndast net fyritækja sem nákvæmlega eftir uppskriftinni teygja sig út til annara vesturlanda. Hér af okkur íslendingum kallað af miklum miskilningi "Útrás íslendinga"! Dásömuð af almenningi, hagrædd af fjölmiðlum og studd af spilltum stjórnmálamönnum. Restin er öllum ljós.
Hljómar þetta sem skröksaga? Argasta skáldabull? Rugl og þvæla og óstaðfestar sögusagnir? Jú því er ekki að neita. Fyrir okkur óbreytta og því miður ofverndaða og óvitandi íslendinga hljómar þetta sem hrein lygasaga. Ég minni á orð Sifjar Friðleifs um að sannleikurinn sé ótrúlegri en svakalegasta ævintýri. Fyrir fólk á vesturlöndum er þetta einnig langt frá að vera ótrúlegt. Þetta er öllum þekkt þótt sé og verði aldrei staðfest. Afhverju segir engin neitt hér heima? Afhverju koma önnur norðurlönd okkur ekki til hjálpar? Afhverju fer IMF með alla efnhagsstjórn landsins? Afhverju fær Gordon Brown að setja á okkur hryðjuverkalög? Afhverju erum við í gjörgæslu í eigin landi. Afhverju þessi dauðaþögn?
Thor Svensson (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 16:46
Ekki ætla ég að dæma menn í þessum málum, enda fylgjandi því að þartil bær yfirvöld rannsaki brot og dómstólar síðan dæmi í málunum. Hins vegar vaknar upp hjá manni spurning hvort maður vilji eiga samskipti við þessa menn þangað til það er komið á hreint með hugsanleg tengsl þeirra við glæpasamtök.
Á uppgangstímum áfengisverksmiðja í Pétursborg, ríkti skálmöld meðal mis heiðarlegra "bisnessmanna" sem vildu ná völdum í bransanum. Ég man eftir "aðalfundi" þar sem tvær fylkingar börðust í verksmiðjunni, önnur á gólfinu og hin í einhverjum skrifstofukofa. Í stað orða voru AK47 notaðir. Þessi hegðun kom mér svo sem ekki á óvart, en það sem fékk mig til að hugsa var sú staðreynd að Íslendingarnir sluppu ansi vel í gegnum þetta. Þeir hljóta að hafa haft "verndara", en hver hann var er ómögulegt að vita. Mér finnst líklegast að gamla KGB hafi fengið hluta af kökunni að launum fyrir vernd. Glæpasnúðarnir eru ekki að halda aftur af sér þegar kemur að átökum þeirra í millum, en þeir snerta ekki við gamla KGB.
Ég tel að við munum sjá sannleikskornin fljóta upp á yfirborðið hvert á eftir öðru núna næstu mánuði og ár, en það sem mér finnst skipta mestu máli er hvernig við förum með þá vitneskju. Lærum við af henni, eða tökum við aftur fagnandi á móti útrásurunum þegar þeir fara að skríða til baka í kjölfar þess að hlutirnir eru farnir að ganga betur.
Jón Lárusson, 8.5.2009 kl. 21:10
Ég er ekki par hrifin af Gordon Brown. Frekur og hrokafullur á versta enskann máta. En ég get hinsvegar skilið hvað hefur rekið hann út í þessi hörðu viðbrögð í móti okkur. Ég vill einnig meina að við höfum lélegan málstað að verja í spurningunni hvað við eigum að borga og hvað ekki. Við studdum jú öll við bakið á "útrásinni". Evrópa sér alla íslensku þjóðina sem spillta. Ekki síst er það þökk ráðamanna og andlits-þjóðarinnar-út-á-við sem fóru fleiri ferðir til að tala málstað fjárglæframannanna. Hugsaðu þér að gera þetta þegar allir (í Evrópu) vissu hvernig málum var háttað! Nei við erum ekki hátt metin í Evrópu, eins og þú segir og höfum ekki verið það í allmörg ár.
Ég hef ekki stórar áhyggjur af þessum skuldum okkar, þó gígantískar séu. (Þetta eru jú "bara" peningar). Og ef við komum almennilega fram, án okkar kjánlega hroka og við-borgum-ekki framkomu sem við höfum hreint ekki efni á, mun mikið af þessum skuldum með tímanum verða skorið niður. Það hefur engin vestræn þjóð áhuga á að binda okkar litlu þjóð í klafa eymdar og volæðis um aldur og æfi. Látum IMF vinna sína vinnu. Það er þeirra starf og metnaður að koma efnahagi þjóðar á réttan kjöl eftir áföll. Þó við séum skemmd af spillingu allt í kringum okkur á okkar litla landi, er það ekki allstaðar tilfellið. Við getum í raun enga aðra treyst á, og sérstaklega ekki íslenska stjórnmálamenn sem meira eða minna allir eru með óhreint tau í skúffunum.
Það sem hinsvegar ætti að vera okkar stærsta áhyggjuefni er það sem þú sjálfur nefnir; "lærum við af þessu"? Að svona sóðaskapur þreifst hér á landinu var ekki bara eitthvað "óvart". Jarðvegurinn var plægður. Grunnurinn var lagður allmörgum árum áður, ef ekki áratugum. Svona þrífst ekki í heiðarlegu og heilbrigðu samfélagi. Ég er að sjálfsögðu að tala um hugarfar okkar, þjóðarvitund og gildismat. Það er það sem við ættum að eyða tíma okkar í að endurskoða á meðan IMF sér um að þrífa eftir okkur í efnahagsmálunum. Það þarf að velta upp hverjum steini og skera djúpt. Það verður hreint ekki sársaukalaust. Við þurfum að endurskoða sögu okkar sem þjóðar. Við þurfum að gjörbylta þjóðarvitund okkar og ekki minnst setja okkur gildi sem geta borið okkur áfram sem samfélag. Aðeins þannig getum við komið í veg fyrir að það sama gerist aftur. Ef ekki, höfum við ekkert lært. Ef ekki, þá munum við aldrei áskotnast þá virðingu sem við óskum svo eftir. Notum tíman sem samfélagið er opið fyrir breytingum. Notum hann vel. Eftir tvö, þrjú ár verður það of seint!
Thor Svensson (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 07:37
Ég er fullkomlega sammála þessu með hugarfarið. Íslendingar hafa fallið í þessa sjálfhverfu hugsun sem hefur verið svo ríkjandi í hinum vestræna heimi síðastliðna áratugi. Hugmyndafræðin um að ekkert skiptir máli nema maður sjálfur óháð afleiðingum til handa öðrum, hefur verið að veikja stoðir samfélaganna hægt og bítandi. Núna er bara svo komið að stoðirnar eru farnar að gefa sig. Það er bara ein leið til að snúa þessu ferli og það er að snúa frá þessari sjálfhverfu hugsun og taka upp samfélagslega meðvitaða hugsun, að við búum í samfélagi og að við getum ekki gert neitt á hlut annars án þess að það komi til með að bitna á okkur að lokum.
Varðandi Gordon Brown, þá er hann bara illa innrættur einstaklingur sem hikar ekki við að níðast á minni máttar til að draga athyglina frá sjálfum sér. Hann er ekki ósvipaður hrekkjusvíninu á skólalóðinni sem leggur aðra í einelti til þess eins að draga athyglina frá vangetu sinni. Breskt efnhagslíf er í rúst, en það er ekki okkur að kenna. Brown hefur hins vegar ákveðið að við Íslendingar séum hentugt fórnarlamb eineltisins og nú beitir hann okkur fyrir sér þegar óþægilegar spurningar vakna. Ég hef meira að segja heyrt því haldið fram af breskum þegnum, að Íslendingar séu ábyrgir fyrir efnhagsástandinu í Bretlandi!
Við hins vegar berum ábyrgð á okkar lífi og því "ástandi" sem hér er og verðum að vinna okkur út úr því sjálf. Ég ætla ekki að halda því fram að það verði auðvelt, en það er ekki óvinnandi vegur. Við verðum bara að viðhalda trúnni á okkur sjálf og getu okkar til að koma okkur áfram.
Jón Lárusson, 9.5.2009 kl. 09:21
Nú hef ég lesið í gegnum nokkrar af þínum fyrri færslum og sé að við höfum reyndar ekki svo ólíkar hugmyndir um hlutina. Það gleður mig því ákaflega að sjá að ég er ekki einn um þessar skoðanir og hugmyndir sem ég hef reynt að koma á framfæri fyrir daufum eyrum í fleirri ár.
En hvað varðar Gordan Brown, vil ég bara segja sem Coven skrifar í bók sinni. Þau vandamál sem við glímum við dags daglega má skifta í þrjá flokka (og aðeins þrjá flokka!): viðráðanleg (vandamál vegna eigin atferlis); ill viðráðanleg (okkar vandamál vegna atferli annarra) eða óviðráðanleg (t.d. vegna skyndilegra viðburða eða atburða úr fortíðinni). Frumvirka leiðin til að finna lausnir á vandamálum er að gera tafarlausa tilraun til að flytja þau inn í Áhrifasvæði okkar. Viðráðanlegu vandamálin leysast með að breyta eigin gildum. Ill viðráðanlegu vandmálin er hægt að hafa veruleg áhrif á með að breyta því hvernig við reynum að hafa áhrif á aðra. Óviðráðanlegu vandamálin er hægt að takast á við með stilltu hugarfari, alúð, skilningi og eiginleikanum til að lifa með því sem maður ekki líkar við eða ekki getur breytt. Vandamálin eru nefnilega við sjálf, ekki umhverfið.
Látum því IMF um málin og snúum okkar af því sem við getum virkilega haft áhrif á. Ég get ekki staðist mátið og vitna aftur í Coven og læt það vera lokaorð mín að sinni:
Takmarkið fyrir hverja manneskju er að ná fullþroska. Fullþroski er að flytja sig frá ósjálfstæðni til sjálfstæðis til gagnkvæmns tillits. Með ósjálfstæði bregst maður við vegna aðgerða annara eða vegna áhrifa eigin tilfinninga. Með sjálfstæði bregst maður eingöngu við á eigin forsendum. Með gagnkvæmu tilliti sameinar maður eigin hæfileika með umhverfinu til að sköpunar. Margir komast aldrei frá fyrsta stiginu og ennþá fleirri ná aldrei að komast frá öðru til þriðja stigs. Þetta á einnig við um hópa, samfélög eða jafnvel þjóðir sem aldrei hafa komist upp úr fyrstu tveimur stigum vegna þess að takmarkið hefur aldrei verið sett hærra enn sjálfstæði. Sjálfstæði frelsar okkur frá umhverfinu og hömlum annarra. Það er í sjálfu sér sæmandi markmið. En það er ekki takmarkið ef við óskum okkur góðs og virks lífs. Lífið er nefnilega náttúrulega gagnkvæmt. Að reyna að ná hámarksafköstum með sjálfstæði er sem að spila tennis með golfkylfu. Verkfærið svarar ekki til raunveruleikans. Gagnkvæmar manneskjur, hópar og samfélög eru aftur á móti í standi til að sameina í gagnkvæmri veröld, eigið framlag með öðrum til að öðlast bestu mögulegrar niðurstöðu.
Með virðingu
Thor Svensson (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 19:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.