Spennandi vikur framundan

Það eru venjulega kallaðar fram þrjár vísitölur, þegar fjallað er um hlutabréfamarkaðinn í Bandaríkjunum. Það eru Dow Jones (sem inniheldur flest "hefðbundin" fyrirtækin), Nasdaq (sem eru helstu tæknifyrirtækin) og svo S&P500 (sem inniheldur 500 stærstu fyrirtækin, eða hálfgert meðaltal hinna tveggja vísitalnanna). Til dæmis hækkaði Nasdaq mikið í tæknibólunni sem sprakk um 2001, á meðan Dow Jones hækkaði núna í síðustu bólu. S&P500 vísitalan sýndi hins vegar mjög áhugaverða hegðun, en hún hækkað svotil jafn mikið nú í síðustu bólu og hún gerði í tæknibólunni. S&P500 sýndi því framá þolmörk bandaríska markaðarins, enda benti ég á það í fyrirlestri sem ég hélt í nóvember 2007 að búast mætti við djúpri leiðréttingu á markaðinum.

Niðursveiflan í kjölfar tæknibólunnar náði ekki 6% meðalávöxtunarlínunni árið 2004 þegar S&P500 vísitalan hóf að rísa á ný og benti það til þess að leiðréttingin í kjölfar tæknibólunnar hefði ekki verið tekin út að fullu. Því mátti búast við nokkuð skarpri niðursveiflu núna. Það sem er áhugavert í kjölfar síðustu bólu, er að 6% línan er núna í kringum 800 stigin, eða á svipuðum stað og botnin var í kjölfar tæknibólunnar. Þetta þýðir að markaðsstuðningurinn sem myndaðist við lok tæknibólunnar er sá sami og meðalávöxtun vísitölunnar.

S&P500 vísitalan hefur því náð ákveðnum þolmörkum og ef hún nær að fara uppfyrir 960 stigin að einhverju marki og halda sér þar í einhvern tíma, þá erum við líklega að horfa uppá bjartari tíma. Fari hins vegar svo að vísitalan taki að lækka aftur, tali maður ekki um ef hún fer mikið niður fyrir 800 stig, þá erum við að horfa á mjög neikvæða hegðun í markaðnum og því líklega frekari dýfur á Bandaríkjamarkaði.

Komandi vikur eru því mjög mikilvægar varðandi framtíð efnahagsástandsins í Bandaríkjunum. Heimurinn mun fylgjast með hvað verður og fari þetta á verri veginn, þá má búast við að Evrópa taki verulega dýfu. Við stöndum að vissu leiti á tímamótum núna, þar sem allt getur í raun gerst.


mbl.is Hlutabréf lækkuðu í verði vestanhafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband