Ķslensk framtķš į ķslenskum forsendum

Nśverandi stjórnarmyndunarvišręšur hafa aš miklu leiti fariš fram ķ Norręna hśsinu, enda hefur Steingrķmur sagt aš nś sé lag aš setja į stofn norręna velferšastjórn. Er ekki kominn tķmi til aš viš lķtum til žess sem gerir okkur aš okkur og hętta aš reyna aš finna eitthvaš hjį öšrum sem viš höldum aš henti okkur eitthvaš betur. Steingrķmur hefur veriš mjög hrifinn af Noregi, slķkt aš hann kallaši til norskan einstakling til aš reka Sešlabankann. Mér žykir harla ólķklegt aš ekki hafi veriš til hęfur Ķslendingur til aš taka aš sér žetta mikilvęga verkefni. Svo kemur lķka til žessi hugmyndafręši aš taka upp norsku krónuna??? og žannig verša algerlega hįš įkvöršunum norskra stjórnvalda ķ fjįrmįlum okkar. Hvernig eigum viš žį aš nį įrangri ķ samningum viš Noršmenn, žegar žeir hafa hrešjartak į okkur. Ef einhver telur žaš ekki įhyggjuefni, žį skal bara benda į žaš aš Noršmenn höfšu ekki fyrir svo löngu samband viš Breta "vini okkar" og veltu upp samstarfi ķ ašgeršum gegn Ķslendingum til žess aš loka okkur frį makrķlveišum. Meiri vinskapurinn žaš.

Svo er žaš Samfylkingin. Nśverandi stęrsti stjórnmįlaflokkurinn į Alžingi viršist ekki hafa neitt fram aš fęra ķ mįlefnum okkar nema ašild aš ESB, ašild sem į aš leysa allan vanda. Sagt er aš hefji Ķslendingar ašildavišręšur viš ESB, žį muni fjįrmagn flęša inn ķ landiš og fjįrfesting aukast til muna. Hversa vegna ętti žetta aš gerast žegar Ķrar og Spįnverjar eru ekki aš finna fyrir aukinni innkomu til sķn en žeir eru žegar inni ķ sambandinu og ašilar aš euro. Af hverju ęttu menn aš vilja frekar fjįrfesta hjį okkur žegar viš segjumst ętla inn, frekar en aš fjįrfesta strax hjį žeim sem žegar eru inni?

Viš erum vissulega ķ vandręšum, en hvaš höfum viš til framtķšar? Ég tel aš viš getum vel komiš okkur śt śr žessum efnahagsašstęšum į eigin forsendum, žar sem viš erum lķtiš og lipurt hagkerfi sem hefur yfir aš rįša miklum nįttśruaušlindum. Ég tel til dęmis mun lķklegra aš erlent fjįrmagn fįi įhuga į okkur ef viš tilkynnum strax aš viš ętlum aš hefja olķuleit og sķšar vinnslu į Drekasvęšinu, heldur en aš nefna einhvern ESB įhuga. Viš erum 300.000 plśs einstaklingar og žaš žarf ekki mikla olķu til žess aš koma okkur slķkt til góša aš viš veršum öšrum óhįš ķ efnahagslegu samhengi.

Viš höfum margt til brunns aš bera og tel ég nś tķma til kominn aš viš rķfum okkur upp śr žessari neikvęšu hugsun og sjįlfseyšingarhegšun, leggjum fyrir okkur hvernig žjóšfélag viš viljum og hefjum svo feršina til žess fyrirmyndarķkis sem viš svo sannanlega getum oršiš. Okkur vantar ekkert nema trś į sjįlf okkur, festu til framkvęmda og einlęgni ķ samskiptum okkar ķ millum.

Ég hef hug į aš velta upp hugmyndum mķnum aš žvķ Ķslandi sem ég vil sjį til framtķšar og verša žęr birtar hérna nęstu daga. Viš veršum aš įtta okkur hvert viš viljum halda įšur en viš leggjum af staš.

Viš Ķslendingar höfum ekkert aš skammast okkar fyrir. Viš geršum ekkert sem ašrar žjóšir voru ekki aš gera. Viš höfum, og eigum aš fara yfir farinn veg til aš lęra af mistökunum og ekki sķst višurkenna žau. Ég tel žetta ekki vera spurninguna um žaš hvaš viš geršum heldur hvernig viš geršum žaš. Hefjum för til framtķšar meš heišarleika og samfélagsmešvitaša hugsun aš leišarljósi um leiš og viš höfnum óheišarleika og sjįlfhverfum hugsunarhętti.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband