26.4.2009 | 12:22
Tími kominn á einstaklingana
Það eru gífurlegar niðurfellingar lána framundan samkvæmt þessu, en þær koma ekki til með að nýtast einstaklingum að því er virðist. Peningum hefur verið dælt inn í bankakerfið, en þeir peningar leita ekki niður keðjuna til einstaklinga, heldur eru eingöngu nýttir til að sparsla upp í tap bankanna.
Ríkistjórnin verður að átta sig á því að það eru ekki bankarnir og fyrirtækin sem halda fólkinu gangandi, heldur öfugt. Það er fólkið sem heldur fyrirtækjunum gangandi. Það væri réttara að auðvelda einstaklingum að halda laununum sínum með því að draga úr launalækkunum og skattahækkunum. Einstaklingur sem ekki hefur fjármagn til neyslu fæðir ekki fyrirtækin og þá munu fyrirtækin deyja, þvi ríkið getur ekki fætt þau endalaust.
Kaldhæðnin í aðgerðum ríkistjórnarinnar til handa heimilunum er sú að þær eru ekki gerðar til að hjálpa heimilunum, heldur viðhalda tekjum bankanna og jafnvel bæta um betur. Það er EKKERT í þeim aðgerðum sem kynntar hafa verið eða eru núna til boða, sem hjálpar einstaklingum. Þær miðast allar við að bankarnir fái sitt að lokum. Algerlega er litið framhjá hagsmunum einstaklinganna. Það er komin tími til að þetta breitist, stuðningurinn þarf að fara þangað sem hann gerir mesta gagnið.
Einstaklingarnir verða að fá að njóta þeirra afskrifta sem eiga sér stað í kerfinu, annars munum við seint ná okkur upp úr þessu. Framtíðin og vöxturinn liggur hjá einstaklingunum.
Afskrifa 75% fyrirtækjalána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.