Bókin á bak við Leyndarmálið (The Secret) komin út á Íslensku

bokin-10Leyndarmálið á bak við Leyndarmálið (The Secret) er nú loksins komið út á Íslandi. Bókin Vísindin að baki ríkidæmi eftir Wallace D. Wattles, sem kom fyrst út árið 1910, er nú loksins fáanleg á Íslandi í þýðingu Jóns Lárussonar.

Litið hefur verið til bókarinnar sem grunnrits í þeim fræðum sem leitast hafa við að örva einstaklinginn til sjálfshjálpar, styrkja hann og bæta. Samkvæmt hugmyndafræði bókarinnar þá ber sérhver einstaklingur ábyrgð á lífi sínu, annað hvort beint með gjörðum sínum, eða óbeint út frá því hvernig hann bregst við því sem gerist í kringum hann. Wallace D. Wattles skýrir á einfaldan hátt hvernig hugsun okkar getur leitt okkur til gæfu eða glötunnar. Allir vilja sem mest og best af því sem lífið hefur upp á að bjóða, en margir hverjir hafa ekki náð því sem þeir telja sig geta, án þess að hafa í raun gert sér grein fyrir því hvers vegna þeim ekki tekst það. Öll hugsun hefur árhrif á undirmeðvitund okkar og það er hún sem segir til um það hvernig við bregðumst við og náum þeim markmiðum sem við setjum okkur. Neikvæð hugsun kemur alltaf til með að halda aftur af okkur og þeim tækifærum sem við annars gætum nýtt okkur á meðan jákvæðni opnar leiðina fyrir öll tækifæri og möguleika okkar til að ná því sem við óskum okkur.

Gæði lífs okkar byggir á okkur sjálfum. Hafir þú viljann, þá mun lífið gefa þér allt sem þú óskar þér. Vandamál flestra er að þeir gera sér ekki grein fyrir mætti hugans og það hvernig hann getur byggt okkur eða brotið. Bók Wallace D. Wattles, Vísindin að baki ríkidæmi var hvatinn að bók Rhondu Byrne um Leyndarmálið eða The Secret. Bókin snerti líf Rhondu á slíkan hátt að hún varð ekki söm á eftir. En Rhonda er ekki sú eina sem slíkt á við, heldur hefur bókin Vísindin að baki ríkidæmi verið hvati fleiri þúsunda manna til betra lífs. Hugmyndafræðin sem kynnt er í bókinni getur nýst öllum til að ná meiri árangri í lífi sínu og því sem þeir eru að gera. Hugmyndir Wallace D. Wattles byggja upp sérhvern einstakling, en hann telur að einstaklingurinn hafi vald til þess að ákveða framtíð sína og enginn einn aðili geti neitað honum um það. Krafturinn liggur hjá einstaklingnum, en hann verður að trúa því að svo sé og setja sér þau markmið sem hann telur muni skapa honum bestu mögulegu framtíð. Hann verður síðan að taka ábyrgð á lífi sínu og vinna til þess að ná fram því sem hann vill. Hann getur fengið aðstoð góðra einstaklinga, en hann getur ekki reiknað með að aðrir vinni verkið fyrir hann. Lífið er í þínum höndum, þú berð ábyrgð á því og enginn getur haft af þér það sem er þitt, þú verður bara að trúa því að það sé til staðar og sækjast eftir því.

Bókin er gefin út af Sölku forlagi og er fáanleg í öllum helstu bókaverslunum. Einnig er hægt að kaupa bókina á netinu með því að smella hér, en verð bókarinnar er 2.800,- kr heimsend.

Þetta er yndisleg tímalaus bók sem opnar leiðina að takmarkinu sem þú þráir. Eftir að hafa lesið hana muntu átta þig á að staða, menntun, gáfur eða staðsetning skipta ekki máli heldur getur hver sem er beitt hugaraflinu til að laða að sér ríkidæmi.

Rhonda Byrne, höfundur Leyndarmálsins (The Secret)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband