13.11.2007 | 11:47
Öll er nú dásemdin eins
ESB er yndislegt dýr, gerir miklar og að margra vitund ósangjarnar kröfur á aðra, en getur svo ekki haldið þannig um reksturinn að hægt sé að samþykkja reikningana.
Vanhæfni er eina skýringin á þessu, enda batterýið rekið af kerfiskörlum í draumaheimi, heimi þar sem enginn segir þeim fyrir verkum og ekkert yfirvald er til. Kafka hefði ekki getað sviðsett þetta betur. Kerfiskarlar allra landa (alla vega flestra í Evrópu) hafa fundið sér samastað sem er svo langt frá refsihendi lýðræðisins að nálgast það að vera Útopia, slík að vanhæfir kerfiskarlar, reglufargans elskandi lögfræðingar, afdankaðir pólitíkusar rúnir trausti og getulausir businessmenn í leit að styrkjum, slefa yfir tilhugsuninni. Almenningur verður hins vegar bara að éta sitt súra epli og búa sig undir enn einn kaflann í sögunni endalausu, sögu sem Kafka myndi slefa yfir að fá að skrifa.
Endurskoðendur neita að skrifa undir reikninga ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.