1.11.2007 | 09:41
Olían mun hækka áður en hún lækkar
Olíuverð er komið á þann staðinn að það ætti að halda sér fyrir ofan 90 dollarana. Þetta var svo sem fyrirsjáanlegt eftir að allir fóru að tala um að verðið færi í 100 dollara. Tvær greinar fjalla um þetta, hér og hér . Þegar "markaðurinn" og tali maður ekki um "almenningur" er farinn að tala um olíuna í 100 dollurum, þá mun það gerars.
Af hverju mun það gerast? Það er einfallt. "Markaðurinn" er ekkert annað en samsafn einstaklinga sem stunda þar viðskipti. Þessir einstaklingar eru ekkert frábrugðnir "venjulegu" fólki, þar sem sama sálræna hegðunarmynstur á sér stað. Fólk er allt keyrt áfram af ákvæðinni hræðslu við mistök eða tap og þrá í hagnað eða gróða. Til að spara tíma, setjum við okkur ákveðna flýtilykla sem virka til dæmis á höft. Okkur finnst ákveðið verð of hátt, en með því að tala um hærra verð í tíma og ótíma, þá verðum við ónæm fyrir hækkuninni og hærra verðið verður nýtt þolmark.
Þess vegna mun olían fara nálægt 100 dollurunum, en þar mun að öllum lýkindum koma til verðfall sem mun lækka olíuna niður undir um 80 dollara, plús mínus. Þetta mun hugsanlega gerast eftir áramót, þegar fer að hlýna í Bandaríkjunum, en samt áður en þörfin fyrir loftkælibúnað hækkar verðið aftur.
Ég er hins vegar hræddur um að olían mun haldast fyrir ofan 70 dollarana nokkurn tíma enn, allt í árum talið. Það fer ekki að lækka fyrr en vægi olíunnar minnkar á vesturlöndum.
![]() |
Olíuverð yfir 96 dali |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Efnahagsmál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.