Hvað er manni fyrri bestu.

Ég velti oft fyrir mér hvað sé besta leiðin til að reka samfélag. Þessar vangaveltur koma oftast fram í tengslum við enhver afglöp í stjórnsýslunni, eða þegar menn (konur eru líka menn) eru að ræða hinar ýmsu hugmyndafræðilegu lausnir á vandamálum samfélaganna (reyndar eru umræðurnar sjaldnast um lausnir heldur klögumál á hendur "hinum" hugmyndafræðunum).

En hvað er mér fyrir bestu. Þessi spurning á við alla. Allir vilja það sem þeim er fyrir bestu, en þó er þessi spurning oftast tengd því þegar menn setja sér sérþarfir andstætt þörfum samfélagsins. Afhverju þarf þetta að vera svoleiðis. Og þá vaknar líka spurningin, hverjir eru samfélagið.

Ég er á móti sértækum aðgerðum. Ég aðhyllist þær reglur sem setja þátttakendunum sömu skorður og veita þeim sama frelsi. Ef við skoðum Mattador, spil sem ég er mjög hrifinn af og vísa oft í varðandi samfélagslegan vanda (það er meira að segja fangelsi í spilinu, þó oft þurfi litlar sakir til að lenda þar, alveg eins og í samfélaginu), þá væri harla erfitt að spila það ef reglurnar væru ekki þær sömu fyrir alla spilarana. Ef einn mætti bara kaupa bláu göturnar á meðan annar þyrfti að borga þrjú hundruð krónur í stað tvö hundruð, af því að hann á einni götunni meira, þá myndi aldrei verða nein sátt í spilinu.

Ég trúi því að samfélagið verði aldrei betra en mannfólkið sem byggir það, eða frjálsara. Það sem er einstaklingnum til hagsbóta, mun alltaf verða samfélaginu til hagsbóta. Ef unnið er út frá almennum reglum þar sem ALLIR eiga sama rétt og sömu tækifæri, þá mun samfélagið ganga eftir. Það er hins vegar einstaklinna í samfélaginu, að nýta sér þau tækifæri sem myndast við þetta, það er ekki ríkisins og koma tækifærunum til þeirra.

Ef allir hafa FRELSI til að láta drauma sína rætast, þá mun þjóðfélagið dafna. En ef hugmyndin gengur út á það að einhver miðstýrð samkoma hafi allt vald og deili til fjöldans tækifærum og efnum, þá endar það með því að þjóðfélagið staðnar að lokum og deyr.

Maðurinn er frjótt og skapandi dýr og það er skylda allra að búa þannig um hnútana að hver einstaklingur fái að dafna sem best. Það næst aðeins fram með því að veita honum frelsi til þess að dafna.

Ég trúi á frelsi einstaklingsins til að gera hvað sem er, hvenær sem er, hvernig sem er. Svo fremi það skaði ekki þriðja aðila.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband