18.6.2007 | 11:14
Líka Danir?!!!
Nú er ég svo aldeilis hissa. Eru Danir líka með reikninga í útlöndum og svindla á skattinum?!!!
Ég man þegar útrásarvíkingarnir okkar héldu inn í Danmörk og Noreg, þá varð allt vitlaust og gula pressan send til varnar. Var þar mönnum brengslað um leynisjóði og mafíutengsl. Látið var í veðri vaka að Kaupþing hefði innleitt í Danmörku kerfi erlendra leynisjóða og svindlerísbanka, allt til að svíkja undan skattinum og svindla á strangheiðarlegum Dönum.
Björgúlfsfeðgar voru brigslaðir um að vera djúpt sokknir í rússnesk mafíutengsl og varasamir að eindemum. Reyndar fannst mér mjög skondið að í "röksemdum" gulupressunar, var bent á að Dani sem væri vel kynntur innan rússnesku mafíunnar, hefði verið í Sankti Petursborg á sama tíma og þeir feðgar og því næsta öruggt að þeir hefðu þekkst???
En nú er það sem sagt komið upp á yfirborðið að Danir svindla undan skatti. Reyndar ætti það ekki að koma á óvart þar sem Danmörk eru eina Norðurlandið þar sem stjórnmálaflokkur hefur sérstaklega verið stofnaður til að styðja skattsvik. (var kallaður Framsóknarflokkurinn þarna úti, hvaða svo sem merkingu má setja í það)
Þarna er verið að reyna að ná tekjum í háskattalandi, en þarna eins og annars staðar, leita peningarnir í burtu. Þetta er ekki einsdæmi í Danmörku, franska ríkið stundar til að mynda stífa kreditkortaskoðun og er þá að eltast við Frakka sem flutt hafa til Belgíu.
Íslenska skattakerfið er allt á réttri leið, enda er það alvitað að peningar fara þangað sem þeim líður vel. Nokkuð sem ríkistjórnir hafa átt erfitt með að viðurkenna hingað til.
![]() |
Dönsk skattayfirvöld innheimta skatt af leynisjóðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.