Samanburður og staðan með tilliti til annarra.

Samkvæmt Seðlabankanum, þá er staðan betri nú en í fyrra. Hins vegar veltir maður fyrir sér hversu slæm/góð staðan sé. Mikið hefur verið bölsóttast út í háa verðbólgu og óhagstæðan viðskiptajöfnuð við útlönd. Bent er á að við stöndum verr að vígi en nágrannaríkin og að þetta sé allt lélegum gjaldmiðli að kenna.

En hversu slæm er staðan. Þessar Þáttatekjur velta upp ýmsum spurningum. Er eðlilegt að það sé flokkað sem skuldir við útlönd, hagnaður erlendra fyrirtækja af íslenskum arðgreiðslum, ef þessi erlendu fyrirtæki eru í eigu Íslendinga? Hver er staðan ef þessir þættir eru ekki teknir með?

Einnig veltir maður fyrir sér verðbólguútreikningum. Hef heyrt að í Bandaríkjunum séu verðbreytingar á olíu og húsnæði ekki teknar með inn í verðbólguútreikninga. Hér held ég að allt sé tekið með.

Vandamálið við samanburð á milli okkar og annarra landa, er að manni finnast forsendurnar ekki vera þær sömu. Hvernig væri staðan ef verðbólguforsendur væru þær sömu og eignir Íslendinga í útlöndum er ekki tekinn með?

Þegar maður skoðar grafið hjá Seðlabankanum, þá versnar jöfnuðurinn með aukinni útrás. Það væri því gaman að sjá hvernig þetta liti út með "breyttum" forsendum.


mbl.is Glitnir segir þáttatekjur óvenjumiklar á fyrsta ársfjórðungi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Sæll Jón. Hver er skilgreiningin á þáttatekjum?

Þorsteinn Sverrisson, 6.6.2007 kl. 12:01

2 Smámynd: Jón Lárusson

Minn skilningur á Þáttatekjum er sá að um sé að ræða arð og launagreiðslur. Annars eru þáttatekjur voðalega nýtt og "inn" hugtak. Við þurfum alltaf að vera að hlaða okkur með nýjum hugtökum í þeirri von að við hljómum klár.

Geri ráð fyrir að á næsta ári verði þáttatekur ekki lengur inn og við farin að skrýða okkur nýju orði, legg til orðin "vegnar meðaltekjur" og "vogunarþáttun". Bíð svo eftir því að einhver finni merkingu fyrir orðin.

Jón Lárusson, 7.6.2007 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband