1.6.2007 | 20:59
Púff, nú er farið að hlýna. Næstum eins heitt og þegar Ingólfur kom.
Nú er enn einn aðilinn kominn fram með efasemdir og hvað gerist. Hann er úthrópaður sem villitrúarmaður sem sé laus á geði. Það vakti athygli mína að ein rökin fyrir þessari hugmynd um að þetta sé allt "okkur" að kenna er setningin Hann virtist ekki hafa hugmynd um að 170 ríki eru á einu máli um að loftslagsbreytingar séu alvarlegt vandamál sem geti haft ófyrirséðar afleiðingar og bitnað á fjölda manns ef ekkert verður að gert." En hvaðan fá þessi 170 ríki þessa hugmynd. Nú að sjálfsögðu frá sömu 100 einstaklingunum.
Þegar hópur t.d. 50 manna byggir skoðanir sínar allir á sömu heimildinni, þá er ekki um að ræða 50 mismunandi einstaklinga með mismunandi skoðanir. Heldur verður að skoða þetta sem eina heimild.
Afhverju má ekki hlusta á þá sem segja að þetta sé kannski ekki "okkur" að kenna. Gæti verið að það gæti dregið úr styrk heimildarinnar einu?
Yfirmaður NASA ekki viss um að bregðast þurfi við loftslagsbreytingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.