Vantar viljan til verksins?

VG hefur ekki hætt bölvun sinni í garð Framsóknar, þrátt fyrir að kosningar séu að baki. Veltir maður því fyrir sér hvort þetta sé gert til að viðhalda ómöguleikum vinstrimanna á stjórn án þátttöku Sjálfstæðisflokksins.

Miðað við hvernig VG hamast á Framsókn, þá er útilokað að það verði mynduð stjórn án Sjálfstæðisflokksins. VG hefur með hegðun sinni komið í veg fyrir að framsókn sé tilbúin til samstarfs, hvernig sem það samstarf gæti svo verið.

Hvað gerðist svo ef VG og Sjálfstæðisflokkurinn hæfu viðræður. Er ekki líklegt að VG stæði á "prinsipp" málum sínum og allt færi í lás. Það eru þættir sem VG hefur haldið fram og eru ósamræmanlegir stefnu Sjálfstæðisflokksins og gætu því hæglega orðið til þess að ekki gengi saman.

Ég held nefnilega að VG vilji forðast það sem heitan eldinn, að fara í ríkisstjórn. Þeirra málfluttningur hefur alltaf byggst á því að vera á móti og ala á óánægju í þjóðfélaginu, eins og vinstriflokka og ekki síst kommonistaflokka er siður. VG hafa með hegðun sinni séð til þess að það er engin leið fyrir þá að komast í stjórn og þeir því upplagðir fyrir stjórnarandstöðu, en þar geta þeir haldið áfram óábyrgu tali sínu og sundrung í þjóðfélaginu.

Þurfa VG ekki að koma hreint fram og upplýsa okkur kjósendur um það hvað þeir ætla sér á þingi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband