9.5.2007 | 11:36
Draumalandið gagnrýnt.
Gaman að sjá hvernig Sarkozy sér ESB, Evruna og sameiginlegan seðlabanka Evrópu. Þetta er ekki alveg í stíl við það sem Samfylkingin hendir til okkar í Evrópuumræðu sinni. Sarkozy sér yfirstjórn efnahagsmála ekki sem lausn heldur sem hluta þess vanda sem Frakkland stendur frammi fyrir. Með því að taka ákvörðunarvald af þjóðunum og setja undir stonfun ESB, er ríkisstjórnum landanna gert erfiðara fyrir með að grípa til aðgerða sem hún telur geta leyst þann vanda sem þau búa við. Nú standa ríki ESB frammi fyrir því að þau verða að fylgja miðstýrðri stefnu ESB óháð vilja kjósenda í hverju landi.
Það er því áhugavert að horfa til þess að hægristjórn sem kosin er í landi ESB, verður að hlíta sósíalískum stjórnunar- og hugmundaferlum framkvæmdastjórnar ESB.
Ef einhver er í vafa um hugmyndafræðina sem stendur að baki ESB, þá væri vert fyrir viðkomandi að skoða myndband Samfylkingarinnar sem birt hefur verið og sýnir söguskoðun Samfylkingarmanna. Það áhugaverða við það myndband er endirinn. Skoðið síðasta myndskeiðið og með aðeins einni breytingu má sjá að þessi framtíðarsýn Samfylkingarinnar byggir á gömlum grunni, takið fánann í lokinn og skiptið honum út fyrir Sovétfánann rauða.
Úlfur í sauðsgæru er og verður alltaf úlfur.
Evrópskir fjármálaráðherrar gagnrýna Sarkozy | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.