Áhugavert.

Hefði haldið að meiri áhugi væri fyrir þessum kosningum en svo að utankjörstaðaatkvæðin væru ekki fleiri en þetta. Kannski fólk ætli bara að vera heima og kjósa á kjördag.

Annars var ég að skoða Fréttablaðið í dag, en þar voru varaformenn flokkanna sem bjóða framm á landsvísu spurðir hvaða flokk þeir ættu mest sameiginlegt með. Þar svöruðu allir fyrir utan Þorgerður sem taldi allt geta gengið í sjálfu sér. Aðrir komu hins vegar með sama svarið, fyrir utan varaformann Samfylkingarinnar, að sjálfsögðu. Allir töldu sig eiga best heima með Samfylkingunni og Samfylkingin hengdi sig á VG. Það er því ekki nokkur trygging í því að Sjálfstæðisflokkurinn komi til með að starfa í næstu stjórn, hins vegar bendir margt til þess að vinstristjórn sé í uppsiglingu.

Þessi niðurstaða varaformannanna er skýrt merki þess að í boði eru eingöngu vinstri og hægri, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur til hægri og allir hinir eru til vinstri. Það er engin miðja. Vilji menn hægristjórn, þá er bara eitt val.

Eina tryggingin fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn komi til með að vera í stjórn, er að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.

Kjósendur verða að gera upp við sig hvort það sé tilbúið að búa við fjölflokkastjórn þar sem búast má við að karp, baktjaldamakk og valdabarátta komi til með að taka mikla orku frá því sem stjórnin á að vera að gera, þ.e. að stjórna landinu.

Fólk sem veit upp á hár hvernig á að eyða fjármunum, en er svo fljótandi í hugmyndum sínum um það hvernig á að afla þeirra, er ekki fólk sem ég treysti fyrir mínu lífi.

Ert þú tilbúin(n) að taka áhættuna?


mbl.is Á sjötta þúsund manns hafa kosið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband