Skrítin tilviljun.

Skrítin tilviljun að rúmlega 20 Austur-Evrópubúar skuli hafa komið með sama flugi, svona næstum því. Það er eins og þeir hafi bara allt í einu fengið þessa frábæru hugmynd að skella sér til Íslands.

Auðvitað er hér um skipulagðar ferðir að ræða. Spurning hvort þetta kallast skipulögð glæpastarfssemi, en skipulagt er þetta. Hvernig stendur á því að fólk sem þarf að betla sér til að lifa, hafi efni á að skella sér til Íslands, ekki bara einn, heldur 20 stykki. Betl Austur-Evrópubúa, oft Rúmena, er farið að hrjá lönd Vestur-Evrópu og erum við núna komin inn á radarinn. Þetta kemur bara til með að aukast.

Ég sá einn þessara aðila spila fyrir utan Hagkaup í Skeifunni fyrir nokkrum vikum og fékk létt sjokk. Þarna var kominn veruleiki sem maður þekkti bara að utan. Þetta fólk er hér á vegum skipulagðra samtaka og ef við grípum ekki inn í þetta strax, mun þetta bara ágerast og við förum að sjá skúrabyggðir út um kvippinn og kvappinn.

Og eitt einn. Ekki gefa þessum aðilum pening. Ef þörfin vaknar hjá fólki til að láta eitthvað af hendi rakna, gefið þeim þá brauð, epli eða annan mat.


mbl.is Gista sjálfviljugir í fangaklefum lögreglunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ja sammala ter Jon. By erlendis og tad er furdulegt ad heyra um svona nokkud a islandi. Eins furdulegt ad heyra folk blota loggunni og svona fyrir ad hafa gert nokkud i tessu. Greinilegt ad tad folk hefur ekki buid erlendis og veit ekki hversu slæmt allt i kringum tetta getur ordid. MJOG mikid af Austur Evropumonnum i t.d Irlandi tar sem eg hef buid og sidan lika svokalladir "Travelers"(minnihluta hopur i Irlandi) sem eru betlandi a gotum.  Teir nota oll brogd eins og t.d ota ungabornum ad manni i von um medaumkun. Tetta er STORT vandamal hja odrum thjodum og eg skil ekkert i teim islendingum sem finnst tetta fin throun ad hafa folk spilandi a gotum uti a Islandi. Teir hafa greinilega ekki upplifad vandrædin erlendis.

Iris (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband