Hvað er sigurvegari?

Hvenær sigrar maður keppni og hvenær sigrar maður keppni?

Nokkuð hefur verið rætt um stjórnarnmyndunarumboð í kjölfar kosninganna núna um helgi komandi. Þar hefur mönnum sýnst sitt hvað. Heyrst hefur að Ólafur Ragnar muni hygla Samfylkingunni og veita henni stjórnarumboð og svo eru sumir sem segja að VG eigi að fá umboðið þar sem þeir séu að slá í gegn. Ég hélt þetta vera nokkuð einfalt í sjálfu sér. Ef sitjandi stjórn hefur meirihluta, þá sé henni gefinn kostur á að halda áfram, ef það gengur ekki, þá fær sá flokkur sem mest fylgi hefur, umboðið og svo koll af kolli. Ekki rosalega flókið eða þannig.

Svo er það spurningin hver vann. Hver er sigurvegarinn í hlaupakeppni, er það ekki sá sem kemur fyrstur í mark? Hver sigrar í sundkeppni, er það ekki sá sem er með besta tímann? Hver sigrar í tenniskeppni, er það ekki sá sem fær flest stigin? Hver sigrar í kosningum, er það ekki sá sem fær flest atkvæðin?

Auðvitað geta þátttakendur í keppnum sett alskonar persónuleg met. Menn geta verið með besta persónulegan tímann, náð mestum framförum osfrv., en sigurvegarinn verður bara einn og aðeins einn. Sá sem er fremstur. Einstaklingur sem nær að fara úr fimmtánda sæti í það fimmta á milli tveggja keppna er ekki sigurvegari keppninnar. Hann er í fimmta sæti. Sá sem vinnur keppnina er sá sem er í fyrsta sæti, jafnvel þó hann hafi verið í fyrsta sæti í síðustu keppni og því ekki hækkað um nein sæti. Góður árangur einstaklinga á milli keppna gera þá ekki að sigurvegurum einstakra keppna.

Sigurvegarinn er sá sem fær flest stig, þannig er það bara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband