23.3.2007 | 10:40
Og hvað með það.
Maður getur alveg orðið vitlaus á þessari gengdarlausu öfund og vitleysu sem tröllríður öllu og öllum hérna í þjóðfélaginu.
Hvað með það þó einhver sé ríkari en ég. Hvað með það þó einhver sé með einkabílstjóra, einkaþotu og hús á Kanarí. Ef ég vil þetta, þá verð ég bara að finna leið til þess sjálfur að ná þessum markmiðum. Það að bölsóttast út í hegðun annarra er bara vitleysa. Að krefjast þess að séð verði til þess að þessum aðilum verði ekki gert mögulegt að halda úti þessari neyslu, er bara enn meiri vitleysa.
Tækifærin sem þessir einstaklingar nýttu sér, voru ekki bara fyrir þá. Við öll stóðum frammi fyrir þessum tækifærum á sínum tíma. Við vorum bara mis sniðug að nýta okkur þau.
Ég vil að það komi hér fram áður en lengra er haldið í skrifum, að ég hef séð mikla eymd í þessu þjóðfélagi og veit að það er víða pottur brotinn. Það sem ég hef orðið vitni að er margfallt verra en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Ég er ekki að tala um það fólk í þessum pistli. Sumt fólk þarf aðstoð og við þurfum sem samfélag að veita hana. Málið er bara að við þurfum að vinna á því án þess að níðast á öðrum og eigum þeirra. Að þessu sögðu vil ég segja eftirfarandi:
Í daga hafa mun fleiri einstaklingar það mun betra en fyrir 10 - 15 árum síðan. Almennt höfum við það mjög gott og allt tal um óstjórn og aumingjaskap í ríkisstjórn síðustu ára sem leitt hefur til almennrar vesældar hjá landsmönnum er bara bull. Það að vera fátækur er ekki það sama og vera blankur. Að mínu mati höfum við sem þjóð ekki gengið í gegnum meira velsældarskeið bara forever. Það að sumir hafa það ekki eins gott og aðrir er í flestu tengt því að þeir hinir sömu voru ekki að eltast við tækifærin sem veittu vel. Það er ekki við neinn að sakast nema þá einstaklinga sjálfa.
Auðvitað vill ég meira, en ég gerir mér grein fyrir því að það er undir mér komið að svo verði. Það er ekki ríkistjórninni að kenna að svo er ekki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.