Er ekki alveg að kaupa þetta, jafnvel í EUR

Ég verð nú að segja það að ég er ekki alveg að kaupa þessar staðhæfingar.

Að halda því fram að við getum haldið fullri stjórn á íslenskum fiskimiðum þannig að við gætum haldið frá öllum "útlendingum", á sama tíma og við nytum verka "harðsnúinna samningamanna Íslendinga" til að redda okkur aðgangi að fiskimiðum annarra aðildarlanda, er náttúrulega bara barnaskapur. Aðildaviðræður við ESB munu ekki verða til þess að við fáum allt og þurfum ekkert að gefa í staðin. Við höfum ekki mikið uppá að bjóða nema fiskimiðin, allavegana ekki stóran heimamarkað fyrir vörur aðildalanda ESB. Þegar til þess er svo litið að stoð fullyrðingarinnar um stjórn okkar á veiðum, byggir á veiðireynslu eða einhverri óskilgreindri hefðareglu, þá minnkar nú verðmæti fullyrðingarinnar. Við skulum spyrja fiskimenn í Hull og annarrstaðar við Norðursjó, hvort hægt sé að halda stjórn á fiskimiðum þegar komið er inn í ESB.

Vaxtalækkunartalið er líka áhugavert. Þegar EES var samþykkt var það sama sagt, en fyrir þá sem ekki vita, þá er frjálst flæði fjármagns milli Íslands og annarra EES ríkja. Það er ekkert því til fyrirstöðu að við opnum reikninga í Evrópu og að evrópskir bankar komi hingað og opni útibú. Evrópskir bankar hafa, eftir því sem ég best veit, ekki séð sér hag í að koma hingað og opna útibú. Þannig að ef við ætlum að versla við evrópskan banka, þá verðum við að leita til þeirra erlendis. Þegar það er svo komið, þá þarf að senda peninga á milli og það kostar, jafnvel þó við værum búin að taka upp EUR (hér nota ég evrópska staðalinn þar sem upptaka EUR myndi banna okkur að nota íslenska orðið evra). Við hér á Íslandi erum orðin það vön Reiknistofu bankanna og þeirri samvinnu sem hefur gert okkur fært að finna varla fyrir bankaviðskiptum að við gætum aldrei þolað að vinna með banka í Evrópu. Þar er það þannig að maður droppar sér ekki bara í næsta útibú til að versla, heldur verður maður að eiga viðskipti við "sitt" útibú. Þannig að bara þetta myndi gera það að verkum að erfitt væri fyrir Íslendinga að eiga samskipti við banka í öðrum löndum. Svo er það vextirnir, jú auðvitað myndu stýrivextir lækka hressilega og líklegast myndi verðtryggingin verða aflögð, þó það sé ekkert öruggt í því. Það er nefnilega þannig að efnahagsástandið hjá okkur og svo restinni af Evrópu er mjög frábrugðið. Á meðan það hefur verið þensla hér, þá hefur verið mjög rólegt efnahagslíf í Evrópu. Hér yrði því að grípa til einhverra séraðgerða til að draga úr aukinni þennslu með lækkuðum stýrivöxtum.

Verðsamanburðurinn er líka nokkuð áhugaverður, en hann hefur sýnt svo ekki verður um villst að verð í EUR löndunum hefur ekki lækkað. Þvert á móti hefur það hækkað. Þegar verð hefur verið reiknað út frá fyrra gengi gamla gjaldmiðilsins, þá hefur það komið í ljós að vöruverð hefur allstaðar hækkað, ekki ósvipað og gerðist hjá okkur þegar krónan missti tvö núll fyrir tæpum þrjátíu árum síðan. Þess utan þá hefur verð "dýru" landanna í norðri haldist mun betur, á meðan verðið í "ódýru" löndunum í suðri hefur hækkað verulega.´

Það er því líklegra að hér breytist lítið af því sem að ofan er greint, nema að við hefðum litla sem enga stjórn á efnahagsmálum og auðlindum.


mbl.is Fulltrúar Samfylkingar: Full yfirráð auk veiðiheimilda annars staðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Við höfum nóg að bjóða og þurfum ekki að gefa eftir fiskimiðin okkar. ESB er samstarf ríkja, sem er með skilgriendum kostnaði sem mun aldrei vera meira en 12miljarðar á ári - það er það sem við höfum að bjóða ásamt óheftum aðgangi að markaðinum okkar. Það er ekki beðið um meira, og því engin ástæða að óttast að það verði sótt í fiskimiðin okkar. Kvótahopp hefur verið bannað innan ESB þannig að það þarf ekki hafa áhyggjur um að það sama gerist og í Hull, og við munum ein sitja að kvótanum við Ísland eins og nú.

Ef þú myndir lesa skýrsluna, sem er góð lesning, þá mynduru sjá að t.d. Írland og Finnland hafa haft mikinn hagvöxt innan ESB og verið með Evru. Það getur vel verið blússandi uppgangur og hagvöxtur hér þótt það sé ekki að meðaltali innan ESB, enda eru þau meðaltöl ekkert smitandi - þótt það væri fínt ef meðalhitinn myndi hækka aðeins við að ganga þar inn :). Með Evru þyrftum að stýra efnahagsmálum með því að láta ríkistjóð halda að sér höndum á uppgangstímum, á meðan hann mætti ráðast í stalíniskar virkjanir í efnahagslægðum, ólíkt því sem núverandi ríkistjórn hefur verið að gera.

Verðlag á íslandi myndi lækka við ESB aðild útaf því að tollar og gjöld á erlendum lanbúnaðarvörum munu vera afnumdir við inngöngu. Þótt er í raun óskylt því að verðlag hækki almennt þegar það er skipt um mynt. Það er hinsvegar líklegt að með því að losna við örmynt eins og krónuna að verðlag muni verða stöðugra, því það er venjan að hækka verðlag þegar krónan lækkar en lækka svo ekki verðið aftur þegar hún hækkar sem skilar sér í verðbólgu.

Hér myndi því margt breytast, en eftir sem áður myndum vði hafa litla stjórn á efnahagsmálum ;)

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 14.3.2007 kl. 00:11

2 Smámynd: Jón Lárusson

Ef ég veit um bíl, sem eftir að hafa kynnt mér hann í bílablöðum og með því að fylgjast með öðrum eigendum, höfðar ekki til mín. Afhverju ætti ég þá að tölta niður í bílaumboð, spjalla við sölumanninn til að fá að vita hvort ég geti fengið 10% af eða auka þurkublöð með einhverju sem ég er ekkiert hrifinn af hvort eð er.

Það er jafn fáránlegt að sækja um aðild að einhverju bara til að sækja um aðild til að sjá til. Annað hvort ætlar maður inn og sækir um aðild, eða maður sleppir því.

Hvernig finnst fólki hugmyndin um að sem einstaklingur, þá yrði tekinn af því fjárráð. Allt neyslukappið, bruðlið og vitleysan sýnir manni bara að við höfum ekkert vit á því sem kallast eigin fjármál. Látum ríkið bara um þetta. Þetta yfirfært fram og til baka á milli okkar og ríkisins, þetta er sami hluturinn. Við sem einstaklingar í heildinni samfélag einstaklinga, eða Ísland sem einstaklingur í samfélagi þjóðanna.

Ég er orðinn svoldið þreyttur á þessari dellu, "við getum ekki séð um okkur sjálf". Hættum að hafa minnimáttarkennd gagnvart okkur sem þjóð og förum að haga okkur sem þroskaðir einstaklingar sem geta tekið ábyrgð á því sem þeir gera, hvort sem við gerum það vel eða illa.

Jón Lárusson, 23.3.2007 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband