Hvað verður um LePen

Þegar Chirac var kosinn forseti síðast, þá hlaut hann fjöldan allan af atkvæðum vinstrimanna. Var þeim svo illa við þetta að þeir fóru í táknrænar afeitrunarsturtur. Ástæðan fyrir þessum "stuðningi" vinstrimanna var LePen ógnin. LePen hafði náð að verða kandidat tvö í undanúrslitunum og vakti þetta mikla athygli, ekki bara í Frakklandi, heldur um allan heim. Aðstæður hafa lítið breyst í Frakklandi, nema þá helst til að auka styrk LePen og flokks hans. Þó svo að hingað til hafi aðallega verið litið til sósíalista og hægrimanna sem kandidata, þá eru fleiri um hituna. En hvar er LePen?

Í Frakklandi er það þannig að forsvarsmenn sveitafélaga, borgar- og bæjarstjórar, þurfa að gefa samþykki sitt svo einstaklingur geti boðið sig fram til forseta. Þ.e. vilji einhver bjóða sig fram, þá þarf hann stuðning þessara sveitastjórnarmanna. Nú gengur sú saga fjöllunum hærra, að sveitastjórnarmenn séu að plotta sig saman um að veita LePen ekki nægan stuðning þannig að hann geti ekki gefið kost á sér. Þarna séu sósíalistar og hægrimenn að sjá til þess að valið verði milli þeirra tveggja. Hefur almenningi þótt þetta ólýðræðislegt og verið mjög ósáttur við þetta.

Óánægja fólks og tilfinning þess að verið sé að leika sér með lýðræðið, gæti því orðið til þess að LePen næði meira fylgi en ella, ef ekki hefði komið til þessa orðróms. Ef þetta er rétt þá eru sósíalistar og hægrimenn að spila hættulegan leik.

En svona er lýðræðið. Fullt af götum sem fagmenn eiga auðvelt með að nýta sér í þem tilgangi að komast hjá því að við almenningur getum notað það til að sýna fram á vilja okkar.


mbl.is Chirac segist ekki gefa kost á sér áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband