Naglfast

Jæja, enn er komið tilefni til að kenna nagladekkjunum um aukna svifryks í Reykjavík. Ég velti því fyrir mér, að með auknum áróðri, færri nagladekkjum, þá eykst svifryk í borginni. Gæti hugsanlega verið eitthvað annað þarna á ferðinni. Hefur verið gerð úttekt á því hversu stórt hlutfall bifreiða í borginni er á nöglum. Hefur verið athugað hjá dekkjaverkstæðum hversu margir fá sé nagladekk á veturna.

Ég er alveg sammála þeim sem segja að það sé minni þörf á nöglum í Reykjavík, nú en áður. Minni snjór undanfarin ár sýnir það berlega. En Reykjavík er ekki eini staðurinn á landinu sem er í byggð. Það er líka fólk sem býr utan Reykjavíkur. Þetta fólk býr ekki við sömu aðstæður og Reykvíkingar, þar sem gatnakerfið er hreinsað reglulega.

Það hefur komið fram, að þó fólk sé á móti negldum dekkjum í Reykjavík, þá er viðurkenndur réttur manna til að aka um á negldum dekkjum utan borgarinnar. Talað er um að setja skatt á þá sem aka á negldum dekkjum og þurfa að koma til borgarinnar. Ég spyr bara, hvað á maður að gera sem kemur að norðan, eða jafnvel að austan, að gera þegar hann kemur til Reykjavíkur. Á hann að vera með auka umgang í skottinu og skipta um dekk.

Þegar búið er að sýna mér framá það með rökum, að megin ástæða svifryks í Reykjavík sé vegna nagladekkjanna, þá skal ég athuga með að hafa með mér auka umgang í skottinu.


mbl.is Kannað hvort taka eigi gjald fyrir notkun á nagladekkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér. Ég bý og vinn í úthverfi og keyri sjaldan til Reykjavíkur, kemur þó fyrir. Fer hins vegar oft á vetri yfir heiðar og ætla ekki að fara það naglalaus. Ótrúlegt hvað galað er um "skaðsemi nagladekkja" án þess að vísa í rannsóknarniðurstöður. Ég get alveg trúað því að ef allir naglar væru teknir úr umferð þá myndi svifryksmengun minnka um örfá prósent en óhöppum og jafnvel stærri slysum myndi fjölga í staðinn. Ég held hins vegar að ef t.d. umferð bíla yfir 3 tonn væri bönnuð myndi svifryk minnka miklu meira... eða bara að það væri bannað að keyra um einn í bíl, þá myndi útblástur, malbikseyðing OG slysatíðni t.d. minnka um amk. helming..! Perspective, people!

Hildur (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband