Maður eða maskína.

Byssuvinafélagið í bandaríkjunum er með frasa sem er eitthvernvegin á þennan hátt ,,byssur drepa ekki, fólk drepur". Þarna er verið að vísa til þess að vopnið sjálft gerir ekkert, heldur einstaklingurinn sem notar það. Sama er með ökutæki þau skaða ekki, en ökumenn geta valdið tjóni með hegðun sinni.

Mér sýnist á þessu að nú sé þessu öfugt farið. Hlutafélag, þrátt fyrir að vera lögaðili, er dauður hlutur og getur því ekki gert neitt í sjálfu sér. Það eru aðilarnir á bak við það sem framkvæma. Samkvæmt hlutafjárlögum er gert ráð fyrir að stjórnarformenn, stjórn og stjórnendur, séu ábyrgir fyrir ,,gjörðum" hlutafélagsins. Tæknilega ætti því að sekta og sakfella einstaklingana en ekki félögin sjálf þar sem það er þeirra að taka ákvarðanir og framkvæma.

Manni finnst því undarlegt að ekki sé hægt að sækja menn til saka fyrir eitthvað sem ,,maskínan" hefur gert. Þetta er svona svipað og á miðöldum þegar svín voru sett í gapastokka fyrir að brjóta reglur mannanna.

Er framhaldið hjá okkur það að ákæra ökutæki og skotvopn en sleppa einstaklingunum?


mbl.is Máli gegn olíuforstjórum vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband