Sættu þig bara við þetta, þú getur ekkert hvort eð er ... eða!

Þau undur og stórmerki hafa gerst, þingmenn hafa náð samkomulagi. En hvílíkt samkomulag, við skulum bara leggja árar í bát og gefast upp. Ég hins vegar neita slíku. Ég neita því alfarið!

Hvers konar heimska er það sem fær menn til að segja "Það er mat fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd, að þó að áhættan á því að við töpum dómsmálum sé til staðar, sé hún ekki veruleg" og segja svo, við skulum samt borga.

Auðvitað eru þessar kröfur ekki eins stífar og þær sem á undan komu, en í mínum huga er lítill munur á að vera dauður eða steindauður. Við munum ekki geta staðið undir þessum samningi frekar en hinum og flóknara er það ekki.

Í gær sagði Mörður að við hefðum átt að sleppa því að belja okkur, þykjast vera eitthvað sem við megum ekki þykjast, þ.e. vera stolt þjóð í sjálfstæðu landi. Var þessu kastað fram vegna þess að ESB nefnd hefði ákveðið að klára ekki vinnuna sína vegna þess að Bretum gæti líkað illa niðurstaðan. Þessi undanlátssemi gagnvart Bretum var svo skilin sem slík að við ættum bara að pakka saman og halda kjafti. Láta vaða yfir sig og sætta sig bara við það.

Það er til texti sem segir "Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf" og í mínum huga hefur sólin ekki hætt þeirri iðju.

Okkur Íslendingum hefur síðustu misseri, verið innrætt að við séu aum eintök af einstaklingum sem ekki eigi skilið að sjá um okkur sjálf. Okkur er innrætt að við eigum að vera bjúg og beigja okkur undir útlendinga því þeirra sé valdið, mátturinn og dýrðin.

Ég segi hins vega Nei, Nei, Nei ... Það er ekki okkar að lúta í duftið og dásama útlendingana. Ég fell ekki fyrir "allt þetta mun ég gefa þér, ef þú fellur við fætur mér og tilbiður". Sorrí ég bara get það ekki.

Við Íslendingar höfum ekkert að skammast okkar fyrir, við höfum sem samfélag ekki gert neitt rangt og það er ekki okkar sem samfélags að standa skil á óráðsíu einstakra skúrka, sem hafa snúið baki við landi og þjóð og sukka nú í þessum sömu útlöndum sem sækja að okkur.

Það er komið nóg af undanlátssemi við sérhagsmunahópa og kominn tími til að við sækjum okkur aftur það vald sem við aldrei afsöluðum okkur þó fámenn klíka á Alþingi haldi öðru fram. Við afsölum okkur ekki valdinu þó við veljum okkur fulltrúa til að vinna einhver afmörkuð verk. Þeirra er alltaf að gæta hagsmuna okkar og Icesave er ekki hagsmunir okkar.

Ég kalla til alla sanna Íslendinga og hvet þá til að láta þetta mál ekki sigla okkur í kaf þó starfsmenn okkar hafi svikið lit og hugsi meira um eigin hag og sérhagsmuni þeirra sem þeir tilbiðja og þiggja gjafir frá.

Það er kominn tími til að almenningur rísi upp og taki aftur til sín það vald sem hann á og standi saman um að móta hér samfélag sem við með réttu getum skapað. Samfélag þar sem hagsmunir heildarinnar eru nýttir einstaklingum þess til hagsbóta og framdráttar. Samfélags þar sem einstaklingurinn er styrktur en ekki barinn. Samfélags þar sem manngildi ráða umfram manvonskuna.

Ég trúi því að það sé hægt að breyta þessu og á meðan svo er, þá mun ég reyna. Dropinn holar steininn með þolinmæði og tíma. Ég trúi því að einstaklingarnir í þessu samfélagi séu byrjaðir að átta sig á því að breytinga er þörf og andstætt ráðandi forréttindastétt og stjórnmálamönnum þessa lands, þá tel ég fólk ekki fífl. Á endanum mun það rísa upp og þá munum við sjá hvernig þetta samfélag getur blómstrað í sameiginlegum styrk einstaklinganna sem mynda það.


mbl.is Þjónar hagsmunum að ljúka Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Jón fyrir sanna færslu.

Megi svona raddir hljóma sem víðast.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.2.2011 kl. 23:31

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Þakka líka,kveðja úr Kópavogi.

Helga Kristjánsdóttir, 3.2.2011 kl. 01:57

3 Smámynd: Jón Lárusson

Þakka kærlega innlitið. Það er bara hægt að ganga ákveðið langt að fólki og ég tel að nú sé að nálgast þolmörkin. Þetta er ekki spurning um hvort heldur hvenær fólk muni rísa upp í sameiginlegum styrk sínum og endurheimta framtíð sína.

Jón Lárusson, 3.2.2011 kl. 08:28

4 Smámynd: Elle_

Algerlega satt sem þú segir, Jón.  Við getum ekki leyft klíkum og stjórnmálamönnum endalaust að lemja okkur niður og vaða yfir okkur. 

Elle_, 9.2.2011 kl. 21:06

5 identicon

Nú er byrjað að safna undirskriftum

 til að skora á forsetann

 að mynda utanþingsstjórn 

http://utanthingsstjorn.is/

Sólrún (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 12:22

6 Smámynd: Jón Lárusson

Stjórn aðskilin frá Alþingi er gott mál, spurning bara hverjir sætu í henni. Stjórn skipuð "sérfræðngum" er ekki endilega góð þar sem "sérfræðingar" tengjast of sérhagsmunaaðilum. Núverandi ríkisstjórn vinnur fyrir sérhagsmunaaðilana studd af "sérfræðiálitum", næsta stjórn verður að vera án slíkra tengsla.

Jón Lárusson, 24.2.2011 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband