26.1.2007 | 10:47
Horfin herferð
Fyrir nokkru síðan mátti sjá með stríðsletri, fyrirsagnir um herferð breskra stjórnvalda gegn Íslandi og íslenskum vörum. Virtist allt benda til þess að íslenska efnahagsumhverfið myndi liða í sundur. Nú virðist sem þetta hafi verið ofblásin blaðra sem sé nú að springa. Ekki sé um að ræða herferð gegn Íslandi sem slíku, heldur bara þessi venjulega smölun í hvalveiðiráðið.
Þessi smölun í hvalveiðiráðið, sem fyrst bar á hjá Greenpeace og öðrum slíkum félagasamtökum, var til þess gerð að gera hvalveiðiráðið að friðunarsamtökum en ekki veiðistjórnunarbatterýi eins og upphaflega var hugsað. Þegar Japanir tóku sig til og svöruðu fyrir sig, varð allt vitlaust. Nú eru Bretar opinberlega farnir að smala og því ekki langt að vænta þess að þetta verði orðin almenn og viðurkennd fjáröflun fátækari ríkja heimsins, hvort sem þau liggi að sjó eða ekki.
Ég get ekki annað en velt því fyrir mér hvort ekki verði að leggja niður þetta hvalveiðiráð og endurskipuleggja þetta umhverfi allt saman. Ef við viljum stjórna nýtingu sjávar, þá þarf að taka allt umhverfið fyrir, en ekki bara velja eitt úr. Þetta er svona eins og að vera með bifreiðaeftirlit sem einungis skoðaði dekkinn.
Svo held ég að það sé kominn tími til að við hættum að vera þolendur í þessu öllu saman. Við þurfum að berjast fyrir því sem við viljum halda og því sem við trúum á. Er ekki kominn tími til að við mótmælum og svörum fyrir okkur árásum þjóða og félagasamtaka. Það er ekki eins og Bretar, Þjóðverjar, Svíar og ekki síst Bandaríkjamenn, séu heilagir þegar kemur að náttúruvernd og jafnvel hvalveiðum. Við getum verið sammála eða ósammála hvalveiðum sem slíkum, en hvalveiðar okkar er ekki hægt að flokka sem rányrkju.
Er ekki kominn tími til að hætta að vera þolendur í samfélagi þjóðanna.
Sendiherra Breta: Engin herferð gegn íslenskum vörum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.