Af hverju hægri, vinstri en ekki 0 - 100?

Alltaf þegar rætt er um stjórnmál, þá er mönnum raðað niður á hægri, vinstri eða einhverja óskilgreinda miðju. Upphafið af þessu má rekja til árdaga franska þingsins þar sem menn tóku sér sæti hægra eða vinstra megin í salnum, eftir því hvort þeir væru rótæklingar eða ekki. Nú er svo komið að þessi hópaskipting á sér enga stoð í dag og við því búin að taka upp miðjuna sem svona Annað flokk þar sem öllum sem illa gengur að staðsetja, er komið fyrir.

Maður hefur oft lent í að ræða einræði og Hitler, hægri sinnaður öfgamaður þrátt fyrir að heiti flokks hans hafi verið Þjóðernissinnaði þýski verkamannaflokkurinn, eða eins og sumir í framsókn myndu kalla jafnaðarmannaflokkur sem aðhyllist þjóðhyggju. Stalinn vinstrisinnaður, en samt hætti hann að vera vinstrisinnaður og varð í raun hægrisinnaður þegar hann varð einræðisherra, samkvæmt því sem maður heyrir oft hjá vinstrimönnum. Enda einræði ekki mögulegt hjá vinstri mönnum. Ef við skoðum svo öfga hægrimenn þessa svokölluðu nýnasista, þá eru þeir ekki neitt líkir þessum svokölluðu frjálshyggjumönnum á Íslandi, en samt báðir taldir til hægrimanna og báðir taldir öfgamenn. Það er í raun alveg sama hvernig litið er á þetta allt saman, það er einfaldlega mjög erfitt að nota hægri, vinstri sem mælistiku. Á Íslandi erum við til dæmis bara með miðjuflokka, hægra megin eða vinstra megin á miðjunni að vísu, en samt alltaf á miðjunni.

Hann karl faðir minn kom með áhugaverða hugmynd í jólaboði nú síðast. Ef við skoðum mælistikur, þá eru þær aldrei í bókstöfum eða orðum. Þær eru yfirleitt í tölum og þá frá 0 og upp í 100. Af hverju ekki að setja upp nýja mælistiku, þar sem hugmyndir stjórnmálaflokkanna eru settar á stiku frá 0 - 100. 0 væri þá flokkur sem er fylgjandi 100% frelsi og 100 væri 100% einræði. Flokkar myndu svo raðast á stikuna eftir því hvar þeir væru staddir út frá aðkomu ríkisins í mannlífið. Þá þyrfti ekki að velta lengur fyrir sér hvar Hitler og Stalin voru, þeir voru bara 100.

Það er nú einu sinni þannig að við höfum öll sömu eða mjög svipuð markmið. Það sem skilur okkur að er í raun hvaða leið við teljum best henta til að ná þessum sameiginlegu markmiðum. Mismunurinn er í sjálfu sér alltaf spurning um aðkomu ríkisins.

Mælistikan 0 - 100 er í raun miklu mun hentugri heldur en hægri og vinstri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband