30.7.2010 | 08:07
Hvað með tapið?
Nú hefur komið í ljós að síðustu tvo mánuði hefur vísitalan lækkað um heil 0,66% og sé litið til 20 milljón krónu láns sem tekið var 2007, þá hefur höfustóll þess lækkað um heilar 268.207 krónur. Ef við gefum okkur að 10.000 heimili séu með svona lán, þá er þetta hvorki meira né minna en 2.682.070.000 eða rúmlega 2,6 milljarðar!!!
Þetta er gifurlegt tap fyrir bankakerfið og ég spyr mig því, hver á að borga tapið? Ekki getum við staðið aðgerðarlaus hjá þegar slíkt ógæfuhögg ríður á bankakerfinu.
En sem betur fer er höggið ekki meira en þetta og hugsanlega er hægt að finna einhverja einstaklinga sem hægt er að hirða þetta af, enda margir sem enn búa við þá auðlegð að hafa nettó tekjur á hverjum mánuði.
Þökkum bara fyrir það að vísitalan er ekki komin niður í 268 stig eins og hún var árið 2007, því þá væri tap bankakerfisins óhugnalegt. Ímyndið ykkur bara að höfuðstóll 20 milljóna lánsins hefði þá bara leiðréttst sí sona.
Hefur lítil áhrif á afborganir lána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er ljótt að sjá, ég ætla rétt að vona að ríkisstjórnin setji það í hæsta forgang að setja lög sem tryggja það að lækkun vísitölu geti ekki lækkað verðtryggð lán.
Muddur, 30.7.2010 kl. 08:37
Íslendingar það er lánsformið á Íslandi sem heitir á ensku negative amortization loan linked to Icelandic Consumption index number.
Seðlabanki segir þetta vera mortgage loan Consumer Prize indexed. Sem er helber lýgi.
Íslanska fyrir negam lán er neikvæð veðaflosunán. Form sem kom fram á áttunda áratugunum og tengist nýrri hugsun Stjórnsýslur og Bankstofnanir geta lán að þótt veð séu ekki til, ef tryggt er að að þau er í byggingu og og tryggur rekstur hefjist innan síðast gjalddaga innan fimm ára, eða þau seljist innan 5 ára og þá eru þessi lán vanalega greitt með Mortgage lánum í USA og UK. Þetta er jafngreiðslu lán í 30 ár með álagninu 20% til 30% og fastri verðbólgvöxtum 60% til 90% . Meða við að verðbóla sé mest 105% næstu ár.
Þess vegna þarf ekki að segja CPI indexed við alþjóðstofnanir. Banki má ekki erlendis lána á þess að leggja á vexti til afskrifa vegna verðbólgu.
Hinvegar má allmennt ekki semja um fasta verðbólgu hærri en 105% á 30 árum.
80% útlendinga velur 30 ára jafngreiðslu lán=mortgage þar sem nafnvextir eru á bilinu 5% til 7,5% í USA og UK. Raunvxetir eru á bilinu 1,77% - 1,99% og verbólu leiðrétting max 3,5%.
Þetta gefur lámarks fasta vexti 1,77% + 3,5% vertryggt = 5,27% hærri fastir vextir merkja dýrari eignir sem seljast hægar ef viðskiptatengdur aðili fer á hausinn.
Íslendingar vita ekkert hvað verðtrygging er eða langtíma öruggt verðtryggt erlent heimilsfasteigna lán er.
Ég aldrei heyrt talað um negam lán hér, en þau voru mikið í umræðunni í USA um 1980 og aftur um 2000. Vegna þess að veðlánar [ekki alvöru bankastofnanir] reyndu að plat fólk að þetta væru langtíma lán sem kæmu betur út en þau hefðbundnu löglegu.
Hinsvegar fylgja þau ekki neysluvísitölu og er því ekki verðtryggð þau tengjast henni eftir útgáfu lánssamnings þannig að heildar umsaminn skuld vertryggð hækkar 30 % umfram vertryggingu á 30 árum ef verðbólga er um 3,0% að jafnaði hagvöxtur endurspeglst að hluta í verðbólgu. USA er með 3,2% verðbólgu á ári miða að 30 ár, UK um 3,4% , Þjóðvejar og Hollendingar eru nálægt 2% verðbólgu á ári.
Hér mælir neysluvísitala heildar neyslu allra, í USA mælir neytendaverðvísi breytingar á neyslukostnaði óbreyttra launþega, sleppir yfirmönnum og tækju hærri og atvinnuleytendum sem viðmiðun. Ókostur hér er að ef þeir ríkustu bruðla þá borgar massinn mismuninn í hærri vöxtum.
Laun vístala mælir laun allra þannig ef topparnir hækka þá er sagt að allir hækki. Vöxtur launvísitölu á 30 árum fylgir neysluvístölu og þegar um negam lánsform er að ræða er hún jafn dýr fyrir neytandann.
Best er að semja um fasta vaxtaupphæð í upphafi eða fasta raunvexti og deilda svo heildar skuld niður á 360 gjalddaga. T.d. 10.000.000 að láni og 2.000.000 í leigum gefa:Heildarskuld 12.000.000. eða fast gjald 33.333 reikna svo verðbólgu ofan á hvern gjalda fyrir sig. Síðast gjaldagi er miðað við 3 % 33,333 x 1,9 = 63.333 fyrsti gjalddagi 33.333 x1,0025 = 33,416.
Ef verðbólga er samin föst: þá verður heildar skuld 10.000.000 + 2.000.000 + 6.000.000 = 18.000.000 eða fastgjaldið alla gjalddaga = 50.000 kr.
Þetta er dæmi um veruleikan utan Íslanda eða í USA og EU, þegar sjóðir lána örugg verðtryggð fasteignalán. Ekkert negam þar. Ég tilheyri alls ekki tossum á mínum námsferli en get vottað að þeir sem vilja vertryggingu burt eru það. Við viljum negam lánsform burt eins aðrir og við viljum sömu heildarraunvaxta kröfu og gildir annarstaðar.
Negam lánsformið á öruggum fasteignalánu var tekið upp hér samfara því að Íslensku % breytingar á Íslenskri neysluvístölu var skilgreint verðrtrygging. Á útlensku fylgja vaxtaleiðréttingar vexti neytendaverðvísis.
Ég er fyrsti Íslendingur sem uppgötvaði að hér er búið að búið að ljúga að ekki bara lögfræðimenntuðum heldur allri þjóðinni að negnam lánin sem fylgi neysluvísitölu, en þau gera það alls ekki þau tengjast henni til hækkunar umsaminna raunvaxta á lánstímanum. Þett er ofreiknaðar vaxtabætur á kostnað lántaka sem telur sig geta treyst að lánsformið sé verðtryggt.
100.000.000 króna lán ofreiknast um 30.000.000 að raunvirði á 30 árum ef verðbólga undir 3,2%.
Umboðsmaður skuldar þekkir kúlulán sem eru ein tegund 5 ára neikvæðra veðlosunar lána.
Hann hlýtur að hafa heyrt um Negam svindlið á neyetum í USA um 1980 og um 2000 og lögin sem voru sett til að verndaneytendur í Kaliforníu 2009. Spænsku Bankanna 1994 sem sem voru að lána út fyrir veðbönd á lánstímanum.
Hér gleymist að þetta eru langtíma örugg lán. Ef lántaki [almennur neytandi] er í skilum allan lánstíman, það ræðast af fjölda gjalddaga og fastri lágri raunvaxtar upphæð allan lántíman.
Júlíus Björnsson, 30.7.2010 kl. 11:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.