22.6.2010 | 10:09
Eitthvað ekki að passa saman
Það er ótrúlegt að sjá hvernig sumir hugsa, eða ekki. Hvernig formúla er til dæmis notuð til að finna út þetta:
Það er ekki sanngjarnt að skuldari losni við að borga skuld sína
vegna þess að þá þarf næsti maður að borga hana
Ef einhver skuldar mér pening og losnar einhvern vegin við að borga skuldina, þá rukka ég bara ekki næsta mann.
Og svo þessi hérna:
Þeir sem þau tóku hagnast verulega (vonandi) miðað við að bera gengisfallið, en geta ekki vænst þess að lánin nánast falli niður eða með öðrum orðum að að aðrir Íslendingar borgi þau, með auknum sköttum eða minni velferðarþjónustu eða skertum lífeyri
Hvar er lógíkin í þessu. Í fyrsta lagi er enginn að hagnast, það að borga minna en útlit var fyrir er ekki hagnaður heldur lægri greiðsla. Þetta er svona svipað og að fara á útsölu og kaupa eitthvað á 1000 kall sem kostaði 2000 fyrir og halda því svo fram að um sé að ræða 1000 kall í hagnað. Þetta er kostnaður upp á 1000 kall, það er enginn gróði fyrir kaupanandann. Það er hugsanlega hægt að segja að hann hafi sparað sér 1000 kall, ef um er að ræða vöru sem hann varð að kaupa hvort eð er.
Í öðru lagi er það ekki þannig að lánin "nánast falli niður". Viðkomandi lántaki mun alltaf greiða höfðustól lánsins og þegar svo vextir koma til viðbótar, þá er hann að borga lánið og meira til.
Í þriðja lagi að aðrir borgi lánin með auknum sköttum eða minni velferðarþjónustu, hvernig? Er hann þá að segja að fyrirtækin geti bara sett á skatt til að innheimta einhvern mismun sem reiknaður var vegna ólöglegra skilmála? Eða er hann að vísa til einhvers plotts hjá stjórninni að ætla að greiða fjármálafyrirtækjunum þennan mismun og rukka okkur svo í formi skatta?
Þetta er ósköp einfallt. Samningarnir gilda að frátöldu ákvæði um gengisviðmið. Þannig að eftir stendur höfuðstóll og vextir samkvæmt samningi. Allar breytingar eða monkey fix eru bara til að ógilda samninginn í heild sinni.
Hvað varðar réttlæti til handa þeim sem eru með einföld vísitölulán, þá er bara að taka til hendinni og laga stöðu þeirra. Það er ekki flóknara en það.
Það er alveg ótrúleg árátta sumra að vilja halda ástandinu þannig að allir hafi það slæmt, í stað þess að vinna til þess að allir hafi það gott.
Vill verðtryggingu á lánin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nákvæmlega! Lánin á að reinka upp án gegistryggingar með þeim vöxtum sem var um samið á sínum tíma. En lánafyrirtækin semja væntanlega upp á nýtt með nýjum samningum við lántakendur með löglegum samningum.
Mörður er með rökvillu í sínu máli - Hvaða hagsmuna er hann að gæta? og afhverju?
Sigurður Jónas Eggertsson (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 10:18
Til að benda fólki á vitleysuna sem almennt viðgengst í tengslum við peninga, þá bendi ég á www.umbot.org .
Jón Lárusson, 22.6.2010 kl. 10:20
en ef samningar eiga ad standa á thá ekki allur samningurinn ad standa, finnst thér rétt ad segja svona thegar reglunum er breytt eftir á, adstaedur hafa breyst og ef their sem voru med thessi lán fara fram úr ´sér í graedgi thá verdur einfaldlega allt vitlaust, ef thú vilt ad samningar standi haltu thig thá bara vid upphaflega samninginn, kvedjur
halli (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 10:23
Ef þú ert ríkisbanki þá fjármagnar þú tapið með framlögum úr ríkissjóði. Ef þú ert kröfuhafi gömlu fjármálastofnananna sem hefur fengið skuldir sem ekki standast lög sem greiðslu þá sækir þú mismuninn til greiðanda, ríkissjóðs. Þau lán sem gömlu stofnanirnar tóku til að veita þessi lán hverfa ekkert. Það var ekki verið að lána afmælis og fermingarpeninga. Þetta var allt tekið að láni erlendis og við fallið yfirtók ríkissjóður eignir og skuldbindingar gömlu bankana. Þjóðin skuldar þetta áfram í evrum, dollurum og jenum. Spurningin er bara hverjir okkar eiga að greiða þessi lán, lántakendur eða skattgreiðendur.
sigkja (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 10:32
Það fer oftast saman að vera samfylkingarmaður og að geta ekki hugsað rökrétt, svona er þetta bara, veit ekki hvað er orsök og hvað er afleiðing. Sennilegast gangast menn ekki í þessa vindhanasveit nema vera haldnir rökvillu af einhverju tagi. En bullið sem streymt hefur frá Samfylkingarfólki varðandi öll lánamál almennings eru að verða með svo miklum eindæmum að flestir eru komnir með upp í kok af því.
Kjartan Sigurgeirsson, 22.6.2010 kl. 10:57
halli - kynntu þér samingslögin á Íslandi - það má ógilda hluta af samingi eða saming í heild. Eingöngu tening við erlendan gjaldmiðil var dæmdur ólöglegur - restin af samningnum stendur. Ég tók ekki lán í erlendri mynt þannig að ég er ekki hagsmunaraðili í þessu.
Sigurður Jónas Eggertsson (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 11:11
Þegar bankakerfið lánar fjármagn, þá býr það til pening úr engu og lánar viðkomandi. Innlán, eða aðrar lántökur fjármálastofnanna er aðeins um 10% af því sem kerfið lánar út. Þetta virkar þannig að lántökur fjármálafyrirtækja upp á 100.000.000 krónur verða útlán að upphæð 1.000.000.000, eða tíföld upphæð.
Ríkið á ekki að ábyrgjast banka, né önnur rekstrarfélög og þegar þau fara á hausin, þá fara þau á hausinn. Ríkið á að gæta hagsmuni samfélagsins, ekki sérhagsmunahópa.
Jón Lárusson, 22.6.2010 kl. 11:33
Hárrétt Jón L að fjármálafyrirtæki búa til eigið fé/eignir með því að framleiða, með leyfi ríkisins, rafpeninga til að "lán" þér, síðan tekur þessi gullgerðarvél vexti af herlegheitunum og borgar sér 10,100,1000 föld laun verkamanna í bónusa, okkur ber því miður ekki gæfa til að afnema þetta kerfi og þurfum við líklega önnur og stærri bankahrun til að viðskiptaelítan líti upp úr skólabókunum og fari að hugsa út fyrir boxið að lausnum.
Því miður þá var þetta kerfi endurvakið og við sitjum uppi með það allavega fram að næsta hruni sem kemur óhjákvæmilega, "tap" þessara fyrirtækja(lægri bónusar) verða einfaldlega bætt við sem vaxtaálagi á þá sem á eftir koma þannig að á endanum er einhver sem þarf að borga fyrir "afsláttinn" sem Hæstiréttur veitti á þessum lánum, þannig virkar þetta ónýta fjármálakerfi.
Eggert Sigurbergsson, 22.6.2010 kl. 12:07
Mér sýnist þú gleyma því að ef gengisbindingin er felld niður og eftir stendur óverðtryggt lán sem eru lægri en verðbólga, þá mun lánið einmitt brenna upp og menn komast hjá því að borga það sem þeir fengu lánað.
Jú, lánveitandi fær krónutölu höfuðstólsins til baka á endanum, en lántakandinn borgar ekki raunvirði þess sem hann fékk lánað upphaflega.
Þetta er reyndar ekki mjög stórt vandamál með bílalánin, þar sem þau eru til skamms tíma, en þetta myndi verða verulegt vandamál með húsnæðislánin.
Ég skrifaði meira um þetta hér: http://frisk.blog.is/blog/pukablogg/entry/1069716/
Púkinn, 22.6.2010 kl. 13:31
Ein ástæðan fyrir því að við búum við hátt verðbólgustig, er vaxtakostnaður atvinnulífsins. Með lækkun vaxta, lækkar verðbólguþrýstingur. En þetta er svo sem ekki beint tengt þessu máli hér, en sýnir samt að háir vextir geta verið orsök sem og afleiðing.
Ástæðan fyrir bullandi hækkun gengistryggðra lána hefur ekki neitt með verðbólgu að gera, nema það sé búin að vera 100% verðbólga á nokkra daga tímabili í kringum október 2008. Þessi hækkun er pappírshækkun og lækkun hennar þýðir ekki tap fyrir einn né neinn, heldur bara minni hagnað. Þegar svo litið er til þess að fjármálafyrirtækin voru aggressíf í að taka skortstöður gegn krónunni og þar með hækka þessi lán, þá vil ég meina að sökin liggi alls staðar annarrstaðar en hjá skuldaranum, enda þeir ekki að taka krónuna long á móti skortstöðunum.
Auðvitað er þetta spurning um hvað sé hvers og hvers sé hvað. Ég man eftir tímanum í kringum 1980 þegar allur sparnaður fauk út um gluggan, en það er ekki verðtryggingu að þakka eða kenna.
Við búum við brenglað fjármálakerfi þar sem búið er að koma því þannig fyrir að allir telja fjármagnið enda alls og hin raunverulegu verðmæti, þegar það er langt frá því að vera svo.
Raunveruleg verðmæti liggja í framleiðslunni, verðmætasköpun samfélagsins. Þar er fullt af myglu, eða þannig. Segjum að ég rækti ávexti (raunveruleg verðmæti). Ég get ekki hangið á þeim út í hið óendanlega, ég þarf að koma þeim út í efnahagslífið/samfélagið. Það sama ætti að gilda um fjármagnið.
Fjármagn er til að nota það og það ætti að vera gert ráð fyrir "myglu" í fjármagninu þannig að menn hangi ekki á því út í eitt og haldi frá efnahagslífinu. Hægt er að ávaxta verðmæti með því að umbreyta þeim í annað, eða millifæra á milli verðmæta. T.d. er hægt að eiga íbúð eða húsnæði sem leigt er og þannig fæst arður af verðmætunum. Einnig er hægt að millifæra verðmætin í rekstur, t.d. með kaupum á hlutabréfum sem bera arð. Það er til fullt af leiðum til að auka eignarstöðu án þess að taka vexti af fjármagninu.
Það sem er óeðlilegt í öllu þessu er að félög geti búið til fjármagn úr engu og rukkað gjald fyrir það.
Jón Lárusson, 22.6.2010 kl. 14:28
Við erum í vondum málum lala lala la
Sigurður Haraldsson, 22.6.2010 kl. 16:09
nákvæmlega. þetta kallaðist hundalógík í minni sveit.
með sömu rökfræði má halda fram að kaupirðu hlutabréf á genginu 1, sem hækkar í 2 en hefur síðan lækkað í 1,5 þegar þú selur þau aftur, að þú hafir tapað 0,5. meðan þú græddir 0,5.
Brjánn Guðjónsson, 22.6.2010 kl. 19:37
Veit ekki hvort hundurinn í minni sveit var með lógikkina á hreinu eður ei, en eftir að hafa mokað 50.000 í spilakassann, náði ég 30.000 til baka og hann hljóp brosandi um alla sveit boðandi fagnaðarerindið: Við unnum 30Þ. í Vélinni!
Dingli, 23.6.2010 kl. 00:05
Gaman þegar menn gleðjast yfir litlu .
Ég heyrði einu sinni talað um hugsanavilluna í því þegar fólk var að ræða hagnað í tengslum við greiðslur frá skattinum, en þá var litið til þess að maður væri í góðum málum þega maður fengi greiddar vaxtabæturnar. Var þeirri spurningu þá kastað fram hvort það væri einhver lógík í því að borga 1.000 kall til þess að fá 500 kall til baka. Er maður að græða eða tapa þegar maður fær vaxtabæturnar?
Það er búið að heilaþvo fólk slíkt að við tökum sem eðlilegum hlut öllu því sem með réttu ætti að kallast argasta óeðli.
Jón Lárusson, 23.6.2010 kl. 08:08
Ég held að vandinn snúast um það fólk (og þá sérstaklega samfylkingarfólk) veit almennt ekki hvað peningar eru og því fólki er hægt að segja nánast hvað sem er um peninga og öll umræðan verður eins og rifrildi um trúmál.
Til dæmis hér opinberar ein samfylkingarmaður sig algerlag ólæsan á peninga.
Guðmundur Jónsson, 23.6.2010 kl. 09:18
Áður en dómur hæstaréttar féll man ég ekki eftir að hafa heyrt því haldið fram að leiðrétta ætti myntlánin af því að kjör þeirra sem þau tóku væru mun lakari en þeirra sem tóku verðtryggð krónulán. Núna veður fólk uppi og vill verðtryggja myntlánin af því að kjör fólks með verðtryggð lán séu núna mun lakari en myntlánin eftir dóminn góða. Eins og maðurinn sagði: "Sanngirni er mjög góð þegar hún hentar mér."
Kjartan Jónsson, 23.6.2010 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.