18.6.2010 | 15:44
Alltaf spurning um verðlagningu
Allt ferlið í sambandi við ESB aðild er að sýna sig vera meira og meira spurning um verðlagningu. Hvað þurfum við að greiða fyrir aðild?
Fyrir Icesave var þetta spurningin að greiða fyrir aðildina með afsali fullveldis og aðgengi að auðlindum.
Núna hefur hins vega Icesave bæst í körfuna og gert hana frekar dýra. Með samþykkt Icesave, eins og Bretar og þá sérstaklega Hollendingar hafa rætt málin, þá mun aðgöngumiðinn verða svo dýr að hæpið er að hugsanlegir kostir muni aldrei vinna á móti honum.
Nú er því haldið fram að Icesave sé skilgreint sem deilur Íslendinga og svo Breta og Hollendinga. Hins vegar vilja menn nú meina að Hollendingar hafi fengið aðrar þjóðir með sér í að skilgreina þetta sem Ísland versus ESB. Það er reyndar ekki ólíklegt því samkvæmt Lissabon sáttmálanum, þá eru aðildaríki ESB ekki með sjálfstæða utanríkisstefnum og geta því strangt til tekið ekki verið með sjálfstæða skoðun á málinu.
Ef við gefum okkur hins vegar að það sé ekki rétt, þetta með sameiginlega afstöðu gegn okkur, þá eru reglur ESB einfaldlega þannig að ÖLL ríkin verða að samþykkja nýja meðlimi. Þannig mun Holland varla samþykkja okkur inn nema við greiðum Icesave og því er Icesave óhjákvæmilega hluti af verði aðgögnumiðans.
Eining ESB í Icesave-deilunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Flott !
Þar sem mikill meirhluti kjósenda vill ekki greiða Icesave, þá er þetta sjáfdautt mál !
Bara að SF sæi nú að þarna er hægt að spara milljarð eða 2 og hætta við umsóknarferlið.
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 15:49
Skárri væri nú aumingjaskapurinn að standa við skuldbindingar sínar. Við Íslendingar látum það ekki spyrjast um okkur. Enda erum við ekki þriðja flokks fólk.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 18.6.2010 kl. 17:38
Icesave er engin skuld til Íslands. Það eru bara kjánar og snobbarar sem halda það og glæpafólk...við eru glæpaþjóð á svipuðu stigi og Sikiley var fyrir 100 árum. Núna eru allir Sikileyjingar meðvitaðir um Mafínuna hjá sér, enn Íslendingar eru rétt að uppgvöta sína...og íslenska mafían á sér stuðningsmenn. Sést best á þeim sem vilja borga Icesave og ganga í ESB.
Óskar Arnórsson, 19.6.2010 kl. 07:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.