14.6.2010 | 09:45
Kynning á nýju fjármálakerfi
Þriðjudaginn 15. júní kl. 20:00 verður haldinn fyrirlestur á vegum Umbótahreyfingarinnar í Höfðatúni 12, þar sem kynntar verða hugmyndir að nýju fjármálakerfi. Umbótahreyfingin telur nýtt fjármálakerfi einu raunhæfu leiðina til að binda enda á núverandi ástand með raunverulegum lausnum.
Núverandi fjármálakerfi getur aldrei orðið til neins annars en aukinnar skuldsetningar almennings og ríkis með þeim afleiðingum að raunveruleg værðmæti leita á hendur sífellt færri einstaklinga og félaga.
Ört stækkandi hópur einstaklinga er farinn að gera sér grein fyrir því hvernig núverandi fjármálakerfi virkar og að almenningur muni aldrei ná að vinna sig úr skuldsetningunni innan þess kerfis. Hins vegar hefur lítið verið boðið upp á raunverulegar lausnir hvað varðar nýtt fjármálakerfi.
Frá því á árinu 2009, hefur Umbótahreyfingin verið að benda á lausnir varðandi nýtt fjármálakerfi. Margir hafa tekið jákvætt í þær hugmyndir sem félagið stendur að og er kominn tími til að þessum hugmyndum verði komið á framfæri við almenning.
Aðstandendur Umbótahreyfingarinnar hvetja því alla sem áhuga hafa á raunverulegum lausnum á því ástandi sem hér ríkir, að mæta í Höfðatún 12 á Þriðjudaginn og kynna sér þær hugmyndir sem þar verða kynntar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vakti athygli á þessu á Fésinu. Kemst því miður ekki sjálf þar sem ég er á Akureyri.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.6.2010 kl. 12:09
Þakka kærlega Rakel fyrir að benda á fundinn. Leitt að þú skulir ekki komast sjálf, kannski spurning að hafa fjarfund næst
Jón Lárusson, 14.6.2010 kl. 13:28
Sæll Jón ég ætla að koma ef ég kemst. Er þetta ekki opið almenningi...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.6.2010 kl. 08:30
Fjarfundur er góð hugmynd
Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.6.2010 kl. 23:52
Sæl Ingibjörg, afsakaðu að ég skuli ekki hafa svarað þér í tíma, en ég komst ekki til að kíkja á færsluna í gær. Þessi fundur var opinn almenningi og gert er ráð fyrir fleiri fundum á komandi vikum og mánuðum. Þú getur sent mér línu með tölvupóstfanginu þínu ef þú vilt fá að vita með næstu fundi.
Rakel. Fjarfundartæknin er til, spurningin er bara hvort áhugi sé á þessu hjá þeim sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. Ég er tilbúinn að prófa.
Jón Lárusson, 16.6.2010 kl. 08:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.