21.1.2007 | 23:03
Tepokinn
Fékk mér te í kvöld, sem er svo sem ekki til frásögu færandi, fyrir utan að á enda snærisins sem hangir við tepokann var miði með einhvers konar spakmæli. Textinn var eftirfarandi:
If you cannot see god in all, you cannot see god at all
Við það að lesa þetta, þá fór maður að velta fyrir sér umburðalyndi trúabragða. Þrjú stærstu trúarbrögðin, Gyðingdómur, Kristindómur og Íslam trúa í eðli sínu öll á sama guðinn. En einhverra hluta vegna, þá geta þau ekki komið sér saman um neitt hvað varðar þennan guð, nema þá helst að hann er guð Abrahams.
Síðan kristni varð til úr gyðingdómi og íslam kom í kjölfarið, þá hafa öfgahópar fylgismanna þessara trúarbragða verið að etja hvor öðrum saman. Ég hef stundum velt þessum deilum fyrir mér og ég get ekki séð að það sé mikið til að deila um. Stundum finnst manni eins og þarna séu þrír bræður að deila um það hvort kalla beri karl föður þeirra pabba, faðir eða með fornafni. Auk þess sem allt gengur út á það hver sé í besta sambandi við hann. Eins og það skipti máli hvort haft sé samband í gegnum GSM, SMS eða tölvupóst. Skiptir ekki öllu máli að vera í sambandi?
Ég velti því fyrir mér hvort tepokinn minn hafi hitt naglan á höfuðið og sé í raun gáfaðari en við þessi mannlegu, þ.e. ef tepoki getur þá yfir höfuð verið gáfaður.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 22.1.2007 kl. 15:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.