26.5.2010 | 08:32
Að lina þjáningar með meiri kvöl
Ég ætla svo sem ekki að skjóta þessa hugmynd algerlega í kaf, enda kannski skásti skattapakkinn til þessa, þar sem þetta verður skattlagt hvort eð er síðar.
Hins vegar finnst mér þetta alveg ótrúlegur skortur á hugsun, þessi skattlagningaárátta. Allt þetta er gert til að "lina þjáningar" ríkissjóðs.
Það er hins vegar ekki verið að lina eina eða neina þjáningu með þessu, það er bara verið að breyta henni. Barsmíðum er skipt út fyrir stungur, eða eitthvað álíka.
Það er ótrúleg hugsanavilla fólgin í þessari hegðun. Ríkið er á fullu að skattleggja landsmenn svo það geti tekið lán hjá fjármálastofnunum, fjármálastofnunum sem svo búa til peninginn úr engu og láta ríkið hafa gegn greiðslu vaxta.
Ríkisstjórnin á að hætta þessari vitleysu strax og fara að búa til þessa peninga sjálf og hætta að borga einhverjum öðrum fyrir að gera það.
Hugmynd Lilju gæti orðið ofan á innan VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:31 | Facebook
Athugasemdir
Ástæða þess að Steingrímur J vill ekki ræða þessa hugmynd er ein, og einungis ein, hann telur þetta vera komið frá Sjálfstæðisflokk og því má ekki undir neinum kringumstæðum ræða það, hvað þá skoða.
Staðreyndin er hinsvegar að þessi hugmynd kom upphaflega frá formanni eins verkalýðsfélags. Hann benti á þessa leið skömmu eftir hrun, eina hugsun hans var að standa vörð um hagsmuni sinna félagsmanna. Þessi formaður er ekki tengdur neinum stjórnmálaflokk.
Það er klárt mál að þessa leið þarf að skoða, auðvitað eru einhverjir gallar, en ef kostirnir eru meiri á ekki að skipta máli hvaðan hugmyndin kemur!
Fljótt á litið er aðeins einn galli, tekjur ríkisjóðs eftir einhvern x fjölda ára verða ekki eins háar. Atvinnurekendur hafa sett sig gegn þessu, ástæðan er sú að þeir eru búnir að yfirtaka lífeyrissjóðina með því að planta sínu fólki í stjórnir þeirra. Lífeyrissjóðirnir eru eign launafólks, atvinnurekendur eiga ekki eina krónu þar inni og ættu því ekki að koma nálægt stjórnum þeirra!
Gunnar Heiðarsson, 26.5.2010 kl. 11:30
Enn og aftur eru hagsmunir heildarinnar látnir líða fyrir úrelta hugmyndafræði. Hægri, vinstri hugmyndafræðin hefur ekki gefið almenningi eitt né neitt, heldur þvert á móti haft af honum réttmæta hagsæld. Ekki má taka upp hugmyndir nema þær komi úr réttu horni og skiptir þá ekki úr hvaða horni er hrópað.
Málið er einfallt, ef hugmynd er góð, þá er hugmynd góð. Að setja hana í bjálka eftir uppruna er bara til að viðhalda óréttlætinu.
Ég get fyrir mitt leiti alveg verið sáttur við að greiðslurnar verði skattlagðar áður en þær fara í lífeyrissjóðinn. Þá kæmi kannski rétt skattlagning á afraksturinn. Nú borga menn í séreignasparnað og skattlagningu er frestað til úttektar. Þá hefur reglan verið sú að tekjuskattur er borgaður af öllum pakkananum, líka vaxtatekjum. Með því að framlagið sé tekið af áður skattlögðum tekjum, þá verður aðeins hægt að skattleggja vaxtaaukann og því ætti hann að bera fjármagnstekjukatt. Þetta kæmi alltaf betur út fyrir almenning.
Hins vegar er það þannig að nú er verið að pressa fólk í að taka út séreignasparnaðinn, alla vega það sem eftir er af honum, með þeim afleiðingum að fólk borgar fullan tekjuskatt af allri upphæðinni. Þá er ekki litið til þess að hluti upphæðarinnar er framlag sem skattast sem almennar tekjur, en hluti er vaxtatekjur og ber að skattleggja sem fjármagnstekjuskatt.
Þannig að ríkið er að fá þessar skatttekjur hvort eð er og meira en það. Þannig að spurning er hvort ekki eigi að bíða með þetta frumvarp þangað til fólk er búið með séreignasparnaðinn eða hætt að taka hann út.
Þannig gæti ríkið haft meiri tekjur en ella og er kannski það sem Steingrímur Joð er að hugsa. Ekki að þetta sé léleg hugmynd af því að hún kemur frá Sjálfstæðisflokknum, heldur veit hann að í massavís er ranglega verið að skattleggja fólk og það gefur eflaust meira í vasann.
Jón Lárusson, 26.5.2010 kl. 11:59
Jón, haltu áfram með þínar skýru greiningar.
Munurinn á milli þín og Lilju, er vöntun á góðu Whiskí glasi. Sem er deilt á milli þeirra sem kunna að meta.
Kunna að meta gott whiskí, og kunna að meta góða rökræðu.
Fjöllin mín og þokan eru engu lík, en stundum er of langt milli vina.
Ég held að þú og Lilja séu á sama meiði.
Þið viljið framtíð.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.5.2010 kl. 13:40
Sæll Ómar, þakka kveðjuna. Kannski er þetta rétt hjá þér, að þetta sé spurning um gott whisky. Lilja hefur verið hörð í að stíga á bremsuna og er það vel. Ég hef fyrir löngu hafnað hægri og vinstri hugmyndafræðinni og því að einhver barátta okkar á milli (almennings) sé eitthvað náttúrulögmál.
Góðar hugmyndir eru góðar hugmyndir hvaðan svo sem þær koma og ég held að það sé kominn tími til að fólk með góðar hugmyndir fari að hittast til að hrinda þeim í framkvæmd og hafni um leið úreltu mælieiningunni hægri/vinstri.
Framtíðin er alltof dýrmæt til þess að hægt sé að leyfa sér að braska með hana á einhverju hugmyndafræðilegu tilfinningatryppi.
Jón Lárusson, 26.5.2010 kl. 15:54
Blessaður Jón.
Stundum vill maður segja svo margt, en veit að orðum verður ekki komið að hugsun, án þess að hún krefjist margar síður í lesmáli.
Mín nálgun var eðaldrykkur Skota.
Og andsvar þitt fór fram úr mínum bestu vonum.
Orð þín eru kjarni málsins.
Hafi einhver orðað það sem skiptir máli, þá er auðveldar fyrir þá næstu að fylgja á eftir.
Ekki það að ég viti hvað komi út úr sumrinu, en það er allt í lagi að vekja athygli á hugsun sem skiptir máli.
Til þess sæki ég lesendahóp minn, að reyna að ná athygli á hugsun.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.5.2010 kl. 16:16
Það er alveg rétt hjá þér Ómar, stundum vill maður segja svo mikið og reyndar á ég til að láta það eftir mér að detta í langan texta
Ég get verið sammál þér með sumarið, maður veit ekki hvað kemur til með að koma út úr því. Hins vegar lifum við á umbrotartímum og að okkur liggja mörg spjótin. Það er því mikilvægt að við náum áttum og förum að vinna saman að framtíðinni, því sundruð munum við ekki geta staðið gegn þeim sem vilja sækja að okkur.
Það er fullt af góðu fólki með góðar hugmyndir, en við höfum átt erfitt með að taka höndum saman. Nú er liðið á annað ár síðan skútan fékk á sig brotið og kominn tími til að fara að vinna úr málunum á þann háttinn að í þvi séu fólgnar lausnir, en ekki tímabundnar reddingar.
Á einhverjum tímapunkti mun þetta smella saman hjá okkur, en hvenær það verður er erfitt að segja. Spurningin er bara hversu mikið þarf að vinna upp þegar þar að kemur.
Í mínum huga er þetta ósköp einfallt, ef við lítum til árabátanna sem notaðir voru til sjósóknar hér á árum áður, hversu vel hefði gengið fiskeríið ef ræðararnir hefðu róið hver eftir sínu nefi. Til að ná bátnum á skrið, þá þarf hópurinn að vinna sem einn og róa í takt.
Við vitum hvar fiskimiðin eru, við höfum verkfærin, við stöndum núna frammi fyrir því að þurfa að taka okkur saman í andlitinu og fara að róa í takt.
Jón Lárusson, 27.5.2010 kl. 08:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.