EU og lýðræðið.

Var að lesa þessa færslu hjá Heimssýn hér á blogginu. Þar er vitnað í þessa grein hjá EUobserver. Lestur hennar er mjög áhugaverður fyrir þá sem eru að velta fyrir sér möguleikanum á að ganga í sambandið. Viðhorf Angela Merkel er mjög gott að fá fram, en hún er augljóslega á móti lýðræði í sambandinu. Þar kemur fram að hún vilji strax fá stjórnarskrána samþykkta eftir að sambandið sjálft er búið að gera þær breytingar sem það telur að þurfi, en varðandi almenna umræðu um málið er haft eftir henni:

"Broad general debate [on the constitution] is behind us," she said, adding that she is personally not in favour of further referendums on the treaty.

Það er semsagt hennar vilji að kýla þetta í gegn án þess að íbúar sambandsins fái nokkuð um það ráðið. Hér er vert að hugsa til þess að á meðan stjórnarskráin var felld í Frakklandi og Hollandi, þar sem vitað var um andstöðu. Þá var hún samþykkt í Þýskalandi, en almenn umræða þar var ekki síður andsnúin stjórnarskránni, nema síður væri. Þar var hins vegar dreginn sá lærdómur af kosningunum í Frakklandi, að best sé að hafa engar kosningar og láta þingið bara um þetta.

Ef þú telur að þú hafi lítil áhrif á það sem er að gerast á Alþingi, hvernig heldur þú að þér muni líða í sambandinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband