17.1.2007 | 21:11
Kemur einhvern vegin ekki á óvart.
Þetta kemur manni nú einhvern veginn ekki á óvart. Það var nú einu sinni þannig að Talibanarnir komust til valda með aðstoð pakistönsku stjórnarinnar á sínum tíma. Reyndar fengu þeir aðstoð frá Bandaríkjunum, en sú aðstoð fór svo sem til fleiri hópa andspyrnumanna.
Hinir öfgasinnuðu trúarskólar sem hafa verið að útskrifa Talibana og hryðjuverkamenn, eru einnig staðsettir í Pakistan. Þannig að tengslin og stuðningurinn við málstaðinn er sterkur þar.
Það er líka alveg á hreinu að maður eins og Mulla Ómar getur ekki falist nema í sterku öryggisneti. Hvernig var það annars með Osama, þarf hann ekki reglulega að komast í nýrnavél? Ætli hann sé nokkuð heima hjá pabba í Saudi?
Leyniþjónusta Pakistans hýsir leiðtoga Talibana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.