Samfélag fyrir okkur

Það er komið nóg af undanlátssemi við Breta og Hollendinga, allt í þeim tilgangi að ekki verði lokað á inngöngu okkar í ESB. En hér er fréttaskot til ríkisstjórnarinnar, við viljum ekki þangað inn. Allt tal um að þessi kosning hafi verið tímaeyðsla þar sem nú séu betri samningar í boði, er bara bull því þessir samningar hefðu aldrei verið í boði ef ekki væri fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Hefðu lögin verið samþykkt í upphafi, þá hefði aldrei komið til neitt nýtt tilboð. Það þarf ekki annað en að hlusta á níðingana til að sjá að landslagið hefur breyst.

„Það er ekki hægt að fara á fund smáþjóðar eins og Íslands, þar sem mannfjöldinn er álíka og borgin Wolverhamton og sega: endurgreiðið alla peningana strax," sagði hann. „Við höfum reynt að sýna sanngirni."

Þessi fullyrðing Elskunnar, er ótrúleg þar sem hún er á skjön við hegðun þeirra hingað til. Það hefur ekki verið neitt í gangi nema hótanir og yfirgangur. Nokkuð sem þeir augljóslega sjá núna að gengur ekki upp. Nú eigum við að krefjast raunverulegrar sanngirni.

Við höfum kosið og það með verulega góðri þátttöku, sérstaklega þegar litið er til þess að ríkisstjórnin hvatti fólk til að fara ekki að kjós og því má gera ráð fyrir að stuðnings menn stjórnarinnar hafi setið heima. Nokkuð sem vekur hjá manni spurningar um stuðning stjórnarinnar meðal kjósenda.

Hvernig getur þetta fólk, þá sérstaklega Steingrímur Joð gert ráð fyrir því að traust sé til hans, ef hann treystir sér ekki sjálfur í verkið. Það að Steingrímur skuli hafa kastað því út til erlendra fjölmiðlamanna hvort þeir viti um einhvern sem vilji taka að sér starfið hans, er bara ótrúlegt. Slík merki um vantrú á sjálfan sig og móðgun við vinnuveitendur sína (okkur) nær ekki nokkurri átt. En Steingrímur, ekki örvænta, ég skal taka þetta að mér. Sendu mér bara póst og svo er ég líka í símaskránni.

Nú verðm við að hætta þessu bulli. Við verðum að byggja okkur upp sem samfélag þar sem réttinda almennings eru ekki fótum troðin til hagsbóta fyrir einhverja "vini" og vandamenn. Við almenningur þurfum að rísa upp og taka valdið sem við með réttu eigum.

Það er hægt að leysa þetta ástand sem skapað hefur verið hér á landi og það er hægt að leysa það án þess að hella okkur út í óyfirstíganlega skuldasöfnun.

Það er kominn tími til að byggja hér upp samfélag þar sem tekið er tillit til einstaklinganna og samfélagsins sem heildar. Það verður að byggja hér upp samfélag þar sem hagsældin kemur til fólksins í formi eignar en ekki skuldar. Þar sem verðmætaframleiðsla er undirstaða hagsældar en ekki upplásnar bólur á 15 til 20 ára fresti.

Rísum upp og byggjum nýtt Ísland á okkar forsendum, byggjum upp samfélag sem er OKKUR fyrir bestu.


mbl.is Bretar vilja sýna sveigjanleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

" Hver beri traust til Steingríms" ??

 Í gærkveldi þegar ljóst var að nær 95% kjósenda var búinn að segja sitt risastóra " NEI" - kom Steingrímur í fjölmiðla ( kl.22.10) og sagði orðrétt.: " MERKILEGT HVAÐ MARGIR SÖGÐU " JÁ" !!!!!!!!!!!!!!

 Tungan á eitt gott orð yfir þessi óskup.:  VERULEIKAFIRRING !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 16:16

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er merkileg tilvitnun. "endurgreiða peningana til baka"

Við tókum ekkert lán hjá þeim. Við tókum ekki neina peninga frá Bretlandi. Bretar ákvöðuðu sjálfir að greiða innistæðuegendum uppí topp.. langt yfir þessar 20þús evrur. Og senda okkur reikningin.

En Darling lætur það hljóma einsog við Íslendingar vorum að stela einvherju frá þeim.

Sleggjan og Hvellurinn, 7.3.2010 kl. 16:20

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Kalli.

Það er merkilegt hvað margir segja JÁ í ljósi þess að það er betri samningur til boða einsog er.

Einnig hefur enginn úr ríkisstjórninni hvatt fólk til þess að segja JÁ.

Í því ljósi er kannksi athyglisvert hvað margir sögðu já... nokkur þúsund manns.

Sleggjan og Hvellurinn, 7.3.2010 kl. 16:22

4 identicon

Þetta voru rétt rúmlega þúsund manns.

Sem er auðvitað dropi í hafið.

Már (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 20:18

5 identicon

Blessaður. Hver eru þessi ,,við" sem ekki viljum inn í Evrópusambandið. Er það þú og þín fjölskylda og einhverjir vinir eða ertu að tala um alla Íslendinga og þar með talið mig?

Guðbjartur (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 12:21

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það eru um það bil 2/3 hluti þjóðarinnar sem ekki vill undir ESB klafann.

Gunnar Heiðarsson, 8.3.2010 kl. 14:59

7 Smámynd: Jón Lárusson

Ég held að það sé augljóst að meirihluti þjóðarinnar vill EKKI inn í ESB, enda hefur það ríkjasamband ekkert að bjóða okkur. Það kom smá skot í já viðbrögðum við ESB strax í kjölfar hrunsins, en það stóð stutt við og fór ekki mjög hátt. Þegar fólk hefur séð núna að það er ekki lausn að vera í ESB, lönd lenda líka í vandræðum þar inni (Spánn, Írland, Portugal, Grikkland) og þegar svo við bætist að það er enga aðstoð að fá þarna inni (Grikkland), þá er ekki vænlegt að fylgið aukist.

Við verðum að hætta að líta svona niður til okkar sjálfra og halda það að lausnin liggi í því að fá aðra til að sjá um okkur. Við erum fullfær til að sjá um okkur sjálf, við verðum bara að fara að gera það á eign forsendum.

Jón Lárusson, 10.3.2010 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband