16.1.2007 | 09:14
Farþegi eða ökumaður?
Gaman að heyra menn tala vel um krónuna (nefni með nafni enda bera lofa það sem er gott). Í fréttinni er krónan nefnd sem hagstjórnartæki og er það með réttu. Evran væri líka hagstjórnartæki. En ef það tæki væri innleitt hér á landi, þá yrðum við aldrei neitt annað en farþegar. Krónan gefur okkur tækifæri til þess að vera ökumenn. Ég held að við séum öll sammála um það að þegar haldið er í ferð, að þá sé skemmtilegra að hafa eitthvað um það að segja hvert skal haldið.
Það að þetta komi frá stjórnanda í stæðsta banka á Íslandi, vekur líka hjá manni von um að nú fari að ljúka þessu gengisfellandi bulli sem loðað hefur við suma. Það er ekki óeðlilegt að þessi sami banki hafi tekið upp erlenda mynt í sínu bókhaldi, enda á hann mest viðskipti í erlendum myntum. Ef Kaupþing myndi loka allri starfsemi hér á landi, þá efast ég um að það hefði eitthvað að segja um reksturinn í heild. En fyrir þjóðarbúið, þá held ég að hentugara sé fyrir okkur að hafa hagstjórnartæki sem við höfum sjálf einhverja stjórn á.
Sú umræða hefur vaknað í Frakklandi, að upptaka Evrunnar hafi verið mistök. Jafnvel rætt að leita þurfi leiða til að taka Frankann upp aftur. Frakkland hefur átt við að stríða mikið atvinnuleysi og vill reyna að auka hagvöxt. Einnig er vilji til að laga til í skattkerfinu hjá þeim, eins og til dæmis að hafa sama VSK á mat, sama hvort hann er borðaður á staðnum eða tekinn heim. Þeim hefur verið bannað að breyta sköttum og þær leiðir sem þeim er leyfilegt að nota til að draga úr atvinnuleysi eru mjög takmarkaðar frá Brussel. Evrópa á við að etja allt önnur vandamál en við hér á Íslandi og þurfa þeir að beita allt öðrum aðferðum en við. Verandi hluti af Evrusvæði, þá værum við neydd til að fara í þá ferð sem hinir hafa ákveðið bæði með tilliti til ökuhraða og áfangastaðar.
PS. Ég vil þakka Kaupþingi fyrir að gleðja mitt súrealíska hjarta með því að birta auglýsingar með John Cleese. ... En hvað er ég að blogga um þetta, af hverju ekki bara hringja þetta út.
![]() |
Forstjóri Kaupþings: Horfur í hagkerfinu góðar og full ástæða til bjartsýni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Efnahagsmál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.