27.1.2010 | 09:41
Ríkjasamband innan ríkjasambands
Eru menn að tapa sér hérna, eða eru þeir ekki að skilja eðli ESB. Að stofna norrænt ríkjasamband er eitt, en að segja að það eigi að vera innan ESB til að það gangi upp, er náttúrulega bara bull.
Skoðum hvað felst í því að ganga í ríkjasamband.
1. Sameiginleg yfirstjórn, þ.e. yfirþjóðlegur þjóðhöfðingi og stjórn
2. Sameiginleg mynt og efnahagsstjórn
3. Sameiginleg utanríkisstefna
4. Sameiginleg, eða yfirþjóðleg löggjöf
Svo koma ýmsir aðrir þættir sem spila minni rullu í heildar myndinni, en þetta er svona það helsta sem felst í því fullveldisafsali sem tilheyrir því að ganga í ríkjasamband sbr. USA ef vilji væri að fara þangað inn.
En Þetta er allt hluti af því að ganga í ESB. Það er því óraunhæft hjal að halda því fram að hægt sé að hafa einhverja aðra skoðun eða framkvæmd á þessum hlutum innan ESB. Norrænt ríkjasamband getur aldrei komið til nema utan ESB blokkarinnar, allt tal um annað er annað hvort háð þekkingarleysi eða vísvitandi lygar. Svo er spurning hvort við yfir höfuð viljum ganga í eitthvert norrænt ríkjasamband frekar en eitthvað annað ríkjasamband.
Vill öll norrænu ríkin í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.