Eitthvað þarf að breytast

Ég held ekki að venjulegt fólk í Bretlandi geri sér fulla grein fyrir hlutföllunum í deilunni og hvaða áhrif Icesave-skuldbindingarnar myndu hafa á venjulega Íslendinga.

Ég held að ef almenningur í Bretlandi gerði það myndi það leiða til aukinnar samúðar með Íslendingum

Ég held einhvern vegin að það hafi verið gerð mistök varðandi stöðu okkar vegna Icesave kröfu Breta og Hollendinga. Reyndar held ég að ekkert hafi verið gert rétt. "Okkar" fólki hefur tekist að klúðra þessu alveg ótrúlega ef miðað er við þessa fullyrðingu breskrar konu sem ekki hefur nokkra ástæðu til að taka okkar málstað, nema vegna skynsemi.

Þegar svo litið er til þess að sífellt fjölgar þeim erlendu aðilum sem telja okkur yfir höfuð ekki eiga að borga krónu í þessu máli, þá er alveg augljóst að einhverjir hafa ekki verið að vinna vinnuna sína. Raunar hafa þeir klúðrar svo stórt að hæpið er að þeir væru við störf lengur ef allt væri eðlilegt.

Ég held að það sé kominn tími til að núllstilla þetta mál og byrja upp á nýtt, eins erfitt og það getur verið.

Reyndar virðist ákveðinn vilji nú vera kominn upp á þingi þar sem stjórn og stjórnarandstaða eru farin að vinna saman. Hver átti von á því, ekki ég. En ég er ekki par hrifinn af ástæðu þess að þessir hópar hafa dregið sig saman, en ástæðan er gífurleg hræðsla þessara hópa við almenning. Þessi samvinna er engöngu tilkomin vegna verka Ólafs Ragnars, en fjórflokkunum gömlu hryllir við þá tilhugsun að almenningur í landinu fái eitthvað að segja um vinnu þessa fólks, eða hafa nokkuð með framtíð sína að gera. Það nefnilega dregur úr völdum þessara einstaklinga og það virðist vera eini tilgangur þeirra með þessu starfsvali.

Fínt að þetta fólk sé farið að vinna saman, en það á að vera vegna vilja þeirra til að vinna fyrir almenning, ekki gegn honum.


mbl.is Skýri hina hliðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Lárusson

Svo er það Ragnars Reykás heilkennið samanber þessa frétt:

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item233100/

Jón Lárusson, 15.1.2010 kl. 08:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband