Evran vs. Dollar

Það er búið að vera gaman að fylgjast með hysteríunni sem er að byggjast upp í kringum evru umræðuna. Krónan búin að vera og því lengur sem við drögum það að taka upp evruna, því meiri verður katastroffan fyrir þjóðfélagið.

Það er sem ég hafi heyrt þennan söng ...

Á mínum yngri árum (fyrir sirka svona 20 slíkum), þá var þessi sama umræða í gangi. Reyndar var evran ekki til umræðu, enda ekki til sem slík. Heldur var rætt um dollar. Þjóðfélagið á fullu stími upp í fjöru og krónan, þá tveimur núllum fátækari, alger Mikka mús gjaldmiðill. Dollarinn var lausnin. Ef hann yrði ekki tekinn upp, þá værum við dæmd til eilífrar bölvunar í myrkum djúpum fátæktar. Slíkrar að hörmungar fyrri alda yrðu sem barnaleikur í samanburðinum.

Við tókum dollarann ekkert upp og hin myrku djúp hafa látið bíða eftir sér. Ég velti því fyrir mér hvað hefði gerst ef við hefðum tekið upp dollarann 1985 eða þar um kring. Hvernig væri þá umhorfs hér á skerinu. Hver væri umræðan, nú þegar allar þjóðir eru farnar að losa sig við dollarann úr myntkörfunum, í mismiklu mæli þó.

Ég legg til að við lokum munninum, öndum með nefinu og teljum upp á tíu.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband